Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2013 10:58

Hringtorg í stað umferðarljósa á Akranesi

Undirbúningur er hafinn fyrir breytingum á fyrrum þjóðvegi í þéttbýli á Akranesi. Þær felast í því að í stað umferðarljósa sem stýrt hafa umferð við gatnamót Kalmansbrautar og Kirkjubrautar annars vegar og Stillholts hins vegar, kemur hringtorg. Þessar breytingar eru nú á teikniborðinu og framkvæmdir í undirbúningi, en stefnt er á að í þær verði ráðist í sumar. Með nýjum þjóðvegi í gegnum Akranes, Þjóðbrautinni, hefur umferð minnkað á gömlu umferðaræðinni um Kalmansbraut og Kirkjubraut, þar sem m.a. umferð lá til og frá höfninni og mikil umferð var vegna Akraborgar á sínum tíma. Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraneskaupstaðar segir fyrir nokkru ljóst að hringtorg henti mun betur á þessum gatnamótum til að stýra umferð en umferðarljósin.

„Þetta er hraðaminnkandi aðgerð en veigamikil ástæða fyrir því að ráðist verður í þetta núna er að kominn var tími á endurnýjum umferðarljósanna,“ segir Þorvaldur Vestmann. Nú stefnir sem sagt í að frá og með haustinu verði engin umferðarljós á Akranesi sem stýra umferð, enda hafa þau seinni árin, vegna minnkandi umferðar, á stundum tafið för fólks þegar ekki hefur verið þörf á að hægja umferð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is