Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2013 10:58

Hringtorg í stað umferðarljósa á Akranesi

Undirbúningur er hafinn fyrir breytingum á fyrrum þjóðvegi í þéttbýli á Akranesi. Þær felast í því að í stað umferðarljósa sem stýrt hafa umferð við gatnamót Kalmansbrautar og Kirkjubrautar annars vegar og Stillholts hins vegar, kemur hringtorg. Þessar breytingar eru nú á teikniborðinu og framkvæmdir í undirbúningi, en stefnt er á að í þær verði ráðist í sumar. Með nýjum þjóðvegi í gegnum Akranes, Þjóðbrautinni, hefur umferð minnkað á gömlu umferðaræðinni um Kalmansbraut og Kirkjubraut, þar sem m.a. umferð lá til og frá höfninni og mikil umferð var vegna Akraborgar á sínum tíma. Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraneskaupstaðar segir fyrir nokkru ljóst að hringtorg henti mun betur á þessum gatnamótum til að stýra umferð en umferðarljósin.

„Þetta er hraðaminnkandi aðgerð en veigamikil ástæða fyrir því að ráðist verður í þetta núna er að kominn var tími á endurnýjum umferðarljósanna,“ segir Þorvaldur Vestmann. Nú stefnir sem sagt í að frá og með haustinu verði engin umferðarljós á Akranesi sem stýra umferð, enda hafa þau seinni árin, vegna minnkandi umferðar, á stundum tafið för fólks þegar ekki hefur verið þörf á að hægja umferð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is