Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2013 11:36

Opinn dagur á Bifröst á uppstigningardag

Á morgun, fimmtudaginn 9. maí (uppstigningardag), verður opinn dagur í Háskólanum á Bifröst frá klukkan 14 – 17. Nemendur og starfsfólk fara þá í sparifötin og bjóða verðandi nemendum, fyrrum nemendum, nágrönnum og öllum velunnurum skólans velkomna í heimsókn á Bifröst. Boðið verður upp á gönguferðir um þorpið og nemendur sýna námsmannaíbúðir og gestum er boðið upp á kynnisferð um háskólaþorpið. Hægt verður að skoða líkamsræktina, heitu pottana, bókasafnið, kaffihúsið og leikvelli. Leikskólinn verður opinn og munu starfsmenn hans verða til viðtals.  Sviðsstjórar allra fræðasviða munu vera á staðnum til að kynna námið ásamt kennurum og starfsmönnum. Hoppukastali, leikhópur og ýmislegt fleira verður í boði fyrir börn og fullorðna. Vöfflukaffið verður á sínum stað í Hátíðarsalnum og hægt verður að fara í ýmsa leiki og skemmta sér.

 

 

 

 

„Hollvinir skólans eru sérstaklega boðnir velkomnir á opna daginn og vil ég hvetja ykkur til að taka bíltúr í Norðurárdalinn þennan dag og bjóða fjölskyldunni með. Ekki sakar ef þið vitið af verðandi nemendum sem kynnu að vilja koma og kynna sér líf og störf í háskólaþorpinu af eigin raun, þá skuluð þið endilega hnippa í viðkomandi og taka þannig þátt í að kynna skólann með okkur,“ segir í tilkynningu frá Bryndísi Hlöðversdóttur rektor.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is