Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2013 06:15

Mikið tjón unnið á bókasafnsbyggingu á Akranesi

Skemmdir hafa verið unnar utanhúss á safnhúsi Bókasafns Akraness við Dalbraut 1. Húsið var tekið í notkun 1. október 2009 og er því nánast nýtt. Alvarlegustu skemmdirnar eru, að sögn Kristjáns Gunnarssonar umsjónarmann fasteigna Akraneskaupstaður, djúpar rispur í gleri í sjö af átta rúðum í norðvesturhorni byggingarinnar, en þessar rúður eru um metri á breidd og ná frá gólfi og upp undir loft. Kristján segir að skipta þurfi um rúðurnar og einnig einar átta plötur í utanhússklæðningu, sem eru talsvert rispaðar og skemmdar. Eru sumar rispurnar í klæðningunni djúpar. Ljóst er að með einhverju eggverkfæri eða lykli hefur verið unnað að þessum skemmdum. Kristján segir að tjónið sé á bilinu 600 þúsund til ein milljón króna. Það verði tilkynnt til lögreglu. Er því beint til fólks sem hugsanlega hafi einhverjar upplýsingar um málið að koma þeim á framfæri til Kristjáns Gunnarssonar hjá Akraneskaupstað.

Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður Bókasafns Akraness segir sorglegt að fólk skuli ekki sýna samfélagslegum eignum meiri virðingu en þessi verknaður sýni. Halldóra segir að ekki hafi þurft að kvarta yfir umgengni innanhúss. Safnið sé til dæmis að láta fólki í té stofu til að sinna fræðum og sínum hugarefnum. Um 20 manns hafi aðgang að stofunni og ávallt sé umgengni þar til fyrirmyndar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is