Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2013 08:01

Slök grásleppuvertíð á suður- og vestursvæðinu

Grásleppuvertíðin hefur verið í slakara lagi hjá grásleppu-sjómönnum á sunnan- og vestanverðu landinu í vor. Veiði í Faxaflóa er minni núna en á sama tíma í fyrra, en í Breiðafirði eru grásleppuveiðin ekki byrjuð að neinu marki. Síðustu vikuna hefur óhagstæð tíð gert grásleppusjómönnum óleik og telur hver bræludagur þungt þegar dögunum hefur verið fækkað í 32 úr 50 frá síðustu vertíð og netunum fækkað í 200 úr 300 á hvern bát. Að auki hefur hrognaverð lækkað frá síðustu vertíð, farið úr 1000 krónum fyrir kílóið niður í 600 krónur.

Frá Akranesi eru gerðir út ellefu bátar á vertíðina og eru margir þeirra að ljúka veiðum. Aflinn í apríl var ekki meiri en svo að Ísak AK, sá aflahæsti, landaði 15 tonnum af óskorinni grásleppu í mánuðinum.

Rögnvaldur Einarsson einn útgerðarmanna frá Akranesi segir veiðina núna með slakara móti og vertíðina lélega hjá bátum sem gerðir eru út frá Skaganum. Fáir bátar frá útgerðarstöðum á Vesturlandi eru komnir á grásleppuveiðar. Páll Aðalsteinsson útgerðarmaður í Stykkishólmi gerir út til veiðanna tvo báta ásamt félaga sínum og er með þann þriðja á leigu. Páll segir að þeir séu einir enn sem komið er utan kollulínunnar sem hann kallar á Breiðafirðinum. Hann segir óskaplega lítið hafa veiðst vegna óhagstæðs tíðarfars, en þeir hófu veiðar upp úr miðjum apríl.

Örn Pálsson hjá Landssambandi smábátaeigenda segir að veiðin hafi hins vegar verið ágæt hjá bátum fyrir norðan land í vor. Örn segir að mun færri leyfum hafi verið úthlutað til grásleppuveiða í ár heldur en á síðustu vertíð. Þau séu 208 í ár en hafi verið 273 á vertíðinni í fyrra. Fækkun veiðidaga geri það að verkum að í ár verði þeir í heild helmingi færri en í fyrra. Því megi ætla að veiðin í heild verði helmingi minni en í fyrra, en þá voru aflabrögð vel í meðallagi. Örn segir stöðuna núna; mun lægra hrognaverð, færri veiðidaga og færri net í sjó, gera það að verkum að áhugi á grásleppuveiðum sé dalandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is