10. maí. 2013 10:01
Þeir feðgar Rafn Guðlaugsson og Snorri Rafnsson eru Ólsarar í húð og hár og hafa lengi stundað sjómennsku frá Snæfellsnesi. Nú hafa þeir ásamt konum sínum þeim Eddu Hilmarsdóttur og Ólöfu Birnu Jónsdóttur stofnað fyrirtækið Nesvargar Hunting. Þeir munu bjóða ferðamönnum í siglingar í sumar þar sem hægt verður að fara á sjóstöng og skoða fugla- og dýralífið á svæðinu. Blaðamaður Skessuhorns hitti þá feðga í bátnum Katrín SH sem siglt verður á í ferðirnar og ræddi við þá um áætlanir þeirra í sumar.
Í Skessuhorni vikunnar er rætt við feðgana Rafn Guðlaugsson og Snorra Rafnsson í Ólafsvík.