Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2013 02:17

Tókst með naumindum að komast aftur um borð

Talsverður erill var í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í gær en hátt í 900 skip og bátar voru þá á sjó enda strandveiðarnar í fullum gangi. Tvö óhöpp urðu í gær. Tilkynnt var um skipverja sem höfðu tekið út af bátum við veiðar. Í bæði skiptin tókst viðkomandi að komast með naumindum um borð aftur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gæslunni.  Þar segir að þyrla hafi einnig verið kölluð út um klukkan fjögur eftir að neyðarboð bárust frá kajakræðara sem fékk á sig brotsjó. Ekki náðist samband við manninn og var því þyrla send á vettvang. Hafði maðurinn svo samband við stjórnstöð heill á húfi var þá þyrlunni snúið í annað útkall þar sem bátur lenti í vandræðum við Ólafsvík. Nærstaddur bátur kom manninum til aðstoðar og var þá þyrlunni snúið aftur til Reykjavíkur. Landhelgisgæslan vill brýna fyrir sjófarendum að gæta fyllsta öryggis og fara varlega. Strandveiðar eru ekki í dag, uppstigningardag, og verða strandveiðibátar næst á ferðinni á mánudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is