Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2013 11:01

Hjóluðu fyrir Hvalfjörð í einstakri veðurblíðu

Í gær hjóluðu fjórtán unglingar úr 8.-10. bekkjum Grundaskóla á Akranesi, ásamt sjö fullorðnum úr hópi foreldra, starfsmanna og annarra áhugsamra hjólara, fyrir Hvalfjörð. Veður var með eindæmum gott og naut hópurinn þess að hjóla fyrir fjörðinn ásamt því að stoppa til að drekka kakó, grilla pylsur, borða nestið sitt, spjalla og njóta náttúrufegurðarinnar sem er í boði á þessari fallegu leið. Hjólaferðin hófst um klukkan 10 í Tíðaskarði og var hjólað að Ferstiklu en þar fengu flestir bílfar heim, en nokkrir hjóluðu þó alla leið á Akranes. Allir voru komnir þreyttir en sælir heim síðdegis.  

 

 

 

 

„Þetta er fjórða sinn sem starfsfólk og nemendur Grundaskóla fara í hjólaferð fyrir Hvalfjörð á uppstigningardag og höfum við ekki verið áður í svona góðu veðri. Fyrirhugðuð er önnur hjólaferð í lok maí í tengslum við vordaga skólans og eru það nemendur í 7.-9. bekkjum sem geta skráð sig í þá ferð,“ segir Katrín Leifsdóttir sem sæti á í heilsueflingarteymi Grundaskóla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is