Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2013 12:01

Ljómalind sveitamarkaður opnaður í Borgarnesi um hvítasunnuna

Hópur 13 einstaklinga hefur stofnað áhugamannafélag sem nefnist „Ljómalind, félag matar- og handverksfólks á Vesturlandi.“ Félagar koma víðsvegar af Vesturlandi, flestir úr Borgarfirði, en einnig úr Dölum og af Mýrunum. Hluti af hópnum sem stendur að Ljómalind var með opinn markað í Borgarnesi í aðdraganda jóla í fyrra og gekk sú starfsemi það vel að ákveðið var að gera meiri alvöru úr sölu varnings sem framleiddur er í héraðinu. Nú er búið að gera leigusamning um húseignina Sólbakki 2 í Borgarnesi og verður opnaður þar markaður eftir viku, föstudaginn 17. maí. Það er Borgarland, félag í eigu Kaupfélags Borgfirðinga, sem leigir Ljómalind húsið og segir Hanna Kjartansdóttir, talsmaður hópsins, að kaupfélagsfólk hafi sýnt starfseminni mikinn stuðning með afslætti af leiguverði til næsta hausts. Eftir það verður starfsemin endurmetin en stefnt að opnun a.m.k. um helgar eftir það.

 

 

 

„Við ætlum að opna föstudaginn fyrir Hvítasunnuhelgina. Það verður síðan opið um helgar nú í maí en síðan eftir 1. júní verður opið alla daga. Nánari tímasetning verður kynnt síðar,“ segir Hanna. Í Ljómalind verður til sölu fjölbreytt úrval matvöru frá Beint frá býli bændum, m.a. grænmeti, kjöt, ostar, sultur og fleira. Þá verður einnig til sölu handverk, svo sem ullarvörur, gjafavara og kort. Sumarblóm verða seld í Ljómalind sem og ýmis listsköpun handverksfólks. Húsnæði Ljómalindar er 113 fermetrar og hýsti það fyrst starfsemi Bílasölu Vesturlands en nú síðast var Markaðsstofa Vesturlands þar með skrifstofu. Í öðrum hluta hússins er Frumherji svo með bifreiðaskoðun.

 

Hanna segir að nú þegar sé ljóst að vöruframboð í Ljómalind verði fjölbreytt. Fleiri geti þó sótt um að fá vörur seldar í umboðssölu og segir hún að sérstök óháð matsnefnd meti þær vörur sem sótt er um að fá seldar enda verði lögð áhersla á gæði í Ljómalind. Matsnefndin skoðar t.d. pakkningar og merkingar, útlit og gæði. „Við fengum styrk frá Vaxtarsamningi Vesturlands til að hrinda verkefninu í gang og efldi það okkur mjög. Nú vona ég bara að undirbúningur gangi vel og íbúar í héraðinu verði duglegir að koma í heimsókn og láti jafnframt gesti héraðsins vita af okkur,“ segir Hanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is