Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2013 03:00

Ferða- og sumarhúsablaðið Vesturland 2013 komið út

Ferðablað Vesturlands 2013 kom úr prentun í byrjun vikunnar og er nú unnið að dreifingu þess um landshlutann. Þá hafa eigendur 2.600 sumarhúsa á Vesturlandi einnig fengið blaðið sent í pósti. Blaðið er að þessu sinni gefið út í 14. skipti. Útgefandi er sem fyrr Skessuhorn ehf. en ferðaþjónustufyrirtæki á Vesturlandi, sem þess óskuðu, og aðrir auglýsendur kosta alfarið útgáfu blaðsins. Ferðablaðinu Vesturlandi er ætlað að vera gagnlegur leiðarvísir þeim íslenskumælandi gestum sem sækja Vesturland heim til lengri eða skemmri dvalar. Blaðið hefur á undanförnum árum hlotið viðurkenningu fyrir að vera framúrskarandi kynningarblað landshluta, meðal annars frá félagi húsbílaeigenda.

 

 

 

 

Ferðablaðinu er til hagræðingar fyrir lesendur skipt upp í kafla eftir svæðum á Vesturlandi. Fyrst er almennur kafli um landshlutann í heild sinni. Því næst er kynning á Akranesi, svo Hvalfjarðarsveit, þá farið í Borgarfjörð, um Dali og Reykhólahrepp og loks um Snæfellsnes. Fjallað er stuttlega um ferðaþjónustu að vetri og endað á kafla um sumarhús á Vesturlandi. Loks má í ritinu finna skrá um viðburði, tjaldstæði, sundlaugar og ýmsan annan fróðleik, ekki síst nýjungar í þjónustu. Blaðið er 164 síður og ríkulega myndskreytt. Það mun liggja frammi á fjölförnum áningarstöðum fólks um Vesturland, á upplýsingamiðstöðum og á leiðum inn í landshlutann. Þá mun það liggja frammi á upplýsingamiðstöðvum í Reykjavík, Akureyri og víðar. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem þess óska geta nálgast blöð til dreifingar hjá Markaðsstofu Vesturlands í Borgarnesi eða á upplýsingamiðstöðvum.

 

Skessuhorn vill koma á framfæri þakklæti til þeirra fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem komu að útgáfunni með einum eða öðrum hætti.

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is