Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2013 09:46

Valsmenn reyndust ofjarlar Skagamanna

Skagamenn eru líkt og Víkingur Ólafsvík, Keflvíkingar og Þór enn án stiga eftir tvær umferðir í Pepsídeildinni. Valsmenn reyndust ofjarlar Skagamanna þegar þeir komu í heimsókn á Akranesvöll í gær, unnu öruggan 3:1 sigur. Skagaliðið var ekki sannfærandi í sínum leik og ljóst að talsvert þarf að breytast til að liðið verði ekki í neðri hluta deildarinnar þegar mótið endar í haust. ÍA var öllu sprækara liðið í byrjun leiks, en færin létu á sér standa, líka hjá gestunum. Valsmenn komust yfir með marki úr hornspyrnu á 22. mínútu. Þrátt fyrir fjölmarga Skagamenn í teignum var Haukur Páll Sigurðsson óvaldaður og skallaði hann boltann af öryggi í markið. Eftir þetta voru það Valsmenn sem voru ráðandi allt fram að leikhléi.

Stuðningsmenn ÍA bjuggust við að þeirra lið myndi sækja í sig veðrið strax í byrjun seinni hálfleiks, en það voru hinsvegar Valsmenn sem náðu þungri sókn á 48. mínútu og skoruðu gott mark. Þar var að verki Kristinn Freyr Sigurðsson einn besti maður Valsliðsins. Skagamenn reyndu hvað þeir gátu að bæta í sóknina og Ármanni Smára var hent fram. Það hvessti þegar komið var fram í seinni hálfleikinn og ekki auðveldaði það liðunum í sóknaraðgerðum. Skagamenn voru ekki líklegir til að gera stóra hluti í sókninni þótt mikið væri lagt í sölurnar, en þess í stað skoruðu Valsmenn þriðja markið. Hurst skoraði þá eftir góðan undirbúning Rúnars Más Sigurjónssonar. Það var síðan Þórður Birgisson sem náði að klóa í bakkann með marki fyrir Skagamenn á lokamínútunni. Úrslitin eins og áður segir 3:1 fyrir Val.

 

Næsta umferð í Pepsídeildinni verður á fimmtudagskvöldið næsta. ÍA sækir þá Breiðablik heim í Kópavoginn. Skagamenn verða að mæta brjálaðir í þann leik. Blikar brotlentu í Eyjum á sunnudaginn þegar þeir töpuðu 1:4 fyrir Eyjamönnum. Bæði lið verða því væntanlega eins og særð dýr á Kópavogsvelli

á fimmtudagskvöld. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is