Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2013 12:08

Hætt við fiskþurrkun í Búðardal

Félagið JHS Trading ehf hefur tilkynnt sveitarstjórn Dalabyggðar að fyrirtækið hafi horfið frá áformum um að koma upp fiskþurrkun í Búðardal. Ákvörðunin var tilkynnt sveitarstjórn sama dag og til stóð að halda almennan upplýsingafund um fiskþurrkunina í Dalabúð miðvikudaginn 8. maí sl. Ásæður sem forsvarsmenn JHS Trading tilgreindu í tölvubréfi til sveitarstjórnar voru þær að eigendur Hitaveitu Búðardals, Rarik, geri kröfur um að fyrirtækið leggi fram ábyrgðir vegna framkvæmda sem Rarik þarf að leggja í til að geta útvegað nægt heitt vatn. Þessi krafa sé íþyngjandi og bindi mikið fjármagn. Þá valdi neikvæð umræða á svæðinu því að fyrirtækið telji ekki ráðlegt að ráðast í jafn miklar fjárfestingar bæði í húsnæði, tækjum og öðrum tengdum kostnaði, ef útlit er fyrir að ekki ríki nokkur góð sátt um starfsemina í komandi framtíð.

Sveinn Pálsson sveitarstjóri segir ákvörðun forsvarsmanna JHS Trading hafi komið á óvart. Af öllum gögnum að dæma hafi virst að full alvara væri hjá þeim í þessum áætlunum. Alltaf hafi mátt búast við skiptum skoðunum um það að setja þessa starfsemi niður í Búðardal, en það væntanlega ekki ráðið baggamuninn, heldur krafa Rarik um kostnaðarþátttöku vegna vatnsöflunar.

 

Því má við þetta bæta að samkvæmt óstaðfestum heimildum Skessuhorns hefur fyrirtækið JHS Trading nú sýnt áhuga fyrir að koma upp fiskþurrkun á Refsstöðum í Hálsasveit í Borgarfirði. Ekki hefur þó verið sótt um leyfi til Borgarbyggðar vegna þeirrar starfsemi, en m.a. hefur verið óskað eftir heitu vatni vegna hugsanlegrar starfsemi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is