Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2013 02:55

Málstofa til heiðurs Ólafi Elímundarsyni á Hellissandi

Dagana 9.-10. maí sl. var haldin málstofa á Hótel Hellissandi til heiðurs og minningar um Ólaf Elímundarson sagnfræðing frá Dvergasteini á Hellissandi. Ólafur lést snemma árs 2003 og eru því liðin tíu ár frá andláti hans. Að málstofunni stóðu ritnefnd bókaraðarinnar Jöklu hinnar nýju eftir Ólaf Elímundarson, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, Lista- og menningarnefnd Snæfellsbæjar, Þróunarfélag Snæfellingar og Fjölbrautarskóli Snæfellinga sem varðveitir viðamikið bókasafn sem Ólafur skildi eftir sig.

Málstofan sjálf var haldin að kvöldi 9. maí en um daginn og að morgni 10. maí fóru gestirnir í skoðunarferð um sögufræga staði á svæðinu eins og í Ingjaldshólskirkju, Gufuskála og Sjóminjasafnið á Hellissandi. Leiðsögumenn í skoðunarferðunum voru þau Skúli Alexandersson, Sæmundur Kristjánsson og Lilja Björk Pálsdóttir.

Guðmundur Sæmundsson ættingi Ólafs og félagi í ritnefnd Jöklu hinnar nýju setti málstofuna og minnti m.a. á þá sögu sem örnefni Snæfellsness segðu. Fyrsta erindið flutti Einar G. Pétursson um fræðastörf Ólafs. Því næst fjallaði Sverrir Jakobsson sagnfræðingur um efnahagslegar undirstöður valds í Breiðafirði á 14. og 15. öld. Lilja Björk Pálsdóttir fjallaði um fornminjar á Gufuskálum en hún hefur stýrt fornleifauppgreftri á Gufuskálum meðal annars síðasta sumar og mun gera slíkt hið sama núna í sumar. Helgi Þorláksson sagnfræðingur flutti erindi sem hann kallaði Frá Byrstofu til Snæfellsness þar sem hann leiðir líkur að því að áhrif frá Bristol og Írlandi væru meiri á svæðinu en áður hefur verið talið. Byrstofa er einmitt íslenska myndin af borgarheitinu Bristol. Ragnheiður G. Gylfadóttir fjallaði um gildi fornminjaskráningar og Jón Eggert Bragason skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga sleit málstofunni um leið og hann skýrði frá skráningarstarfi vegna bókasafns Ólafs Elímundarsonar. Sturla Böðvarsson var málstofustjóri.

Voru málstofugestir sammála um að vel hefði tekist og að margt fróðlegt hafi komið fram. Eftir talningu í gestabókinni kom í ljós að 38 manns höfðu mætt á málstofuna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is