Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2013 09:01

Ferðir í Vatnshelli hafnar

Þór Magnússon á Gufuskálum og sonur hans Ægir Þór Þórsson munu, undir merkjum fyrirtækis þeirra Hellaferðir, sjá um Vatnshelli á Snæfellsnesi í sumar og fara með ferðamenn í skoðunarferðir í hellinn. Síðasta sumar voru farnar fjórar ferðir á dag og voru það starfsmenn Þjóðgarðsins Snæfellsjökull sem fóru með ferðamenn í Vatnshelli. Núna í sumar verða ferðirnar fleiri. „Við Ægir byrjum í dag með fulla viðveru, verðum þar alla daga frá tíu til sex og ætlum að sinna þörfum ferðamanna sem koma í Vatnshelli. Við ætlum að hafa umgjörðina þannig að enginn þurfi að bíða lengi við hellinn. Einnig reynum við að stýra hópum frekar á jaðartímana, fyrri part dags og seinni, svo stakir ferðamenn eigi greiðari aðgang að hellinum á helsta ferðamannatímanum,“ segir Þór Magnússon í samtali við Skessuhorn.

Þeir Þór og Ægir eru búnir að ráða tvo einstaklinga til að vera með sér í sumar og þurfa jafnvel að bæta tveimur við þegar mestur fjöldi ferðamanna verður á svæðinu. Aðstaða fyrir starfsmenn og ferðamenn er því nauðsynleg. „Það á að setja niður lítið hús við hellinn á næstunni og sem aðstöðu fyrir starfsmenn en því miður er ekki sjáanlegt að salernisaðstaða verði við Vatnshelli í sumar. Grunnþarfir ferðamannsins, eins og salernisaðstaða, er eitt albrýnasta málið í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi og víðar. Það þurfa allir aðilar í ferðaþjónustu, þjóðgarðurinn, sveitarfélög og íbúar, að sameinast um að taka heildstætt á þessum málum og til framtíðar,“ segir Þór.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is