Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2013 11:01

Fimm fiskar heitir nú Plássið

Nú hefur veitingastaðurinn Fimm fiskar í Stykkishólmi fengið nýtt nafn og gengið í gegnum mikla andlitslyftingu. Nú ber veitingastaðurinn nafnið Plássið og vitnar það í að gamli bærinn í Stykkishólmi var kallaður því nafni. Þau Gunnar Garðarsson, Selma Rut Þorkelsdóttir, Þorvaldur Hjaltason og Kristín Lilja Lárusdóttir hafa haft á leigu reksturinn frá byrjun október á síðasta ári, en Gunnar og Selma reka einnig Narfeyrarstofu. Nú hefur Plássið verið opnað eftir breytingarnar. „Við erum að leitast við að skapa „rustik“ og grill stemningu á Plássinu. Á Narfeyrarstofu ætlum við að stíga aðeins meira út fyrir þægindarammann og vera með meira pillerí við matinn. Hafa rétti sem krefjast meiri vinnu, því við erum mjög vel sett með góða kokka,“ segir Gunnar Garðarsson í samtali við Skessuhorn.

Matseðlar staðanna hafa tekið breytingum að því markmiði að hvor staður hafi sína áherslu. „Í Plássinu verðum við með grillaðan skötusel, steiktan lax, grillaða rauðsprettu og slíkt. Einnig verðum við með pizzur og hamborgara. Drykkjaseðillinn er svo einfaldari og aðeins annað val og þótt Plássið og Narfeyrarstofa hafi verið eitt í vetur, þá ætlum við að stía þeim í sundur núna, og ekki hræra í sama pottinum í sumar, þegar aukin gestafjöldi fer að bjóða upp á að hafa meiri fjölbreytni. Ætlunin er að vera með blúsrokk í græjunum, aðeins hærra stillt og meira fjör hérna á Plássinu, svo höfum við verið með boltann uppi. Efri salurinn er búinn skjávarpa og hljóðkerfi. Hann er því nýttur undir boltann og fundi, hann er líklega eina fundaaðstaðan í Stykkishólmi af þessari stærð,“ segir Gunnar.

Gunnar á von á góðu sumri í veitingarekstrinum. „Við lítum mjög björtum augum á þetta og ég er viss um að það verður sprengja í sumar. Það er eins gott að maður kaupi sér góða Nike skó og hlaupi hratt. Þetta verður gott sumar,“ segir Gunnar að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is