Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2013 03:01

Bjartsýnn á framkvæmdirnar og sölu á íbúðunum

Akurnesingar eins og landsmenn almennt hafa verið að bíða eftir ótvíræðum merkjum þess að landið sé að rísa að nýju eftir hrun. Það sem er að gerast á Sólmundarhöfða á Akranesi þessa dagana túlka trúlega margir Skagamenn í þá veruna að nú séu bjartari tímar framundan en verið hafa að undanförnu. Það eru sem sagt að fara að stað framkvæmdir við Sólmundarhöfða 7, fjölbýlishús sem stendur nú hálfrisið við enda Langasands sjávarmegin við Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili. Þetta hús hefur á stundum verið nefnt helsta táknið um hrunið á Skaganum. Búið var að steypa upp tvær íbúðarhæðir þess af átta, auk bílakjallarans, þegar byggingarfyrirtækið varð gjaldþrota í aðdraganda hrunsins. Gamli Landsbankinn fékk Sólmundarhöfða 7 í fangið og húsið var búið að vera til sölu í ein fimm ár, þegar ungur Skagamaður, Ragnar Már Ragnarsson keypti það snemma á þessu ári. Framkvæmdir við uppsteypu byrjuðu sl. föstudag og er áætlað að fyrstu íbúðirnar í húsinu verði afhentar kaupendum eftir um það bil ár, eða vorið 2014.

 

Ragnar Már Ragnarsson, sem er farinn af stað með framkvæmdir á Sólmundarhöfða 7, er í viðtali í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is