Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2013 06:15

Orkustofnun veitir nýtt leyfi vegna Bugavirkjunar

Eftir að Orkustofnun gaf út nýtt leyfi fyrir vatnsmiðlun í Bugavirkjun í Hvalfjarðarsveit í síðasta mánuði, hafa forsvarsmenn fyrirhugaðrar virkjunar sótt að nýju um framkvæmdaleyfi fyrir stíflu- og lagnagerð og um byggingarleyfi fyrir stöðvarhús. Það eru bændur á Eystri- og Vestari Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit sem standa að virkjuninni þar sem Bugalækur við Leirá verður virkjaður og áætlað er að virkjunin skili 40 kílóvöttum, sem er nægjanleg raforka til lýsingar og reksturs á bæjunum. Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar hefur sex sinnum samþykkt leyfi, seinast í síðustu viku. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur veitt leyfi fimm sinnum og tók umsóknina fyrir í sjötta skiptið í gær, þriðjudaginn 14. maí. Magnús Hannesson bóndi á Eystri-Leirárgörðum segir að stefnt sé að því að hefja framkvæmdir í sumar, svo fremi sem ekki verði enn reynt að stöðva framkvæmdir. Sex mánaða afgreiðslufrestur er á túrbínu til virkjunarinnar.

Það hafa sem sagt verið ýmis ljón á veginum, ef svo má segja, gagnvart virkjunaráformum bænda á Leirárgörðum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti deiliskipulagstillögu fyrir inntaks- og miðlunarlón virkjunarinnar 28. ágúst. Nágrannar bænda á Leirárgörðum, í Leirárskógum ehf, kærðu samþykkt Hvalfjarðarsveitar um deiliskipulag og leyfi Orkustofnunar til Úrskurðarnefndar kærumála, á þeim forsendum að þeim hefði ekki verið gefinn kostur á andmælarétti. Úrskurðarnefndin féllst á þau sjónarmið Leirárskóga ehf og felldi leyfi Orkustofnunar úr gildi.

 

Lágmarksrennsli í Leirá verði tryggt

Orkustofnun tók umsókn virkjunaraðila fyrir að nýju og nýttu flestir nágrannar andmælarétt sinn sem og Fiskistofa. Samþykktu þeir framkomna tillögu, nema eigendur Leirárskóga ehf, sem gerðu kröfu um að umsókn Bugavirkjunar verði vísað frá Orkustofnun og til vara að henni verði synjað. Leirárskógafólk lagði í aðalkröfu sinni m.a. til grundvallar þá meginreglu að „ógilding stjórnvaldsákvörðunar vegna efnisannmarka sé endanleg í þeim skilningi að stjórnvald geti yfirleitt ekki tekið ákvörðun um saman efnislega innihald og hinn fyrri úrskurður hafði, síðast.“

Miðlunar- og inntakslón fyrirhugaðrar Bugavirkjunar verður allt að einum og hálfum hektara af flatarmáli. Í greinargerð með leyfi Orkustofnunar segir að fyrir liggi að landeigendur og hagsmunaaðilar í Veiðifélagi Leirár hafi ekki lagst gegn umræddri framkvæmd, aðrir en Leirárskógar ehf. Veiðifélagið áskilji sér þó rétt til skaðabóta, ef reynslan af rekstri Bugavirkjunar sýnir fram á að tjón á Leirá hvað varðar fiskgengd og veiði. Þá liggi fyrir samþykki Bugavirkjunar ehf þess efnis að ef rennsli Leirár fari niður fyrir 180 lítra á sekúndu við Leirárlaug, verði hleypt úr stífunni þannig að rennsli Leirár verði að lágmarki ekki minna en 180 l/sek. Þess má geta að Leirárskógar ehf eiga 320 metra land að Leirár eftir að Bugalækur rennur í ána, en þeir eiga ekki land að Bugalæk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is