Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2013 09:01

Nýir rekstraraðilar taka við Kaffi 59

Í byrjun júnímánaðar taka nýir aðilar við rekstri veitingastaðnum Kaffi 59 í Grundarfirði. Það eru þau Heiðrún Hallgrímsdóttir og Benjamin Frost og leigja þau reksturinn af Önnu Guðrúnu Aðalsteinsdóttur og Hrund Hjartardóttur. „Við Ben vorum búin að vinna saman á Hótel Framnesi og erum búin að starfa lengi í þessum bransa. Ben er búinn að vera kokkur á Hótel Framnesi í fimm ár og er mjög góður, eins og sést á umsögnum um hótelið. Okkur langaði að fara að gera eitthvað sjálf. Anna og Hrund hafa verið með Kaffi 59 í tíu ár, þeim langaði að breyta til og leist vel á þetta. Shelagh og Gísli á Hótel Framnesi hafa einnig sýnt okkur mikinn skilning og stuðning,“ segir Heiðrún Hallgrímsdóttir í samtali við Skessuhorn. Hún segir einnig að jafnvel muni þau taka við Kaffi 59 fyrir sjómannadagshelgina.

„Í sumar ætlum við ekki að breyta mikið til, nema þá að við erum búin að mála. Það er svo mikið að gera yfir sumartímann að það er ekki hægt að loka til að fara í breytingar. Í vetur ætlum við aftur á móti að loka og breyta til. Þá verður Kaffi 59 gefið nýtt nafn og kynntur nýr matseðill.“

Yfir vetrartímann stefna Heiðrún og Ben á að vera með dagskrá á veitingastaðnum. „Þá ætlum við að reyna að vera með tónlist í hverjum mánuði, jafnvel myndlist í salnum og sprell og gaman. Það eru spennandi tímar framundan og það verður gott að hafa Önnu og Hrund á hliðarlínunni. Fyrst maður er að fara að henda sér í djúpu laugina er gott að geta leitað til þeirra af og til. Anna er tengdamóðir mín svo það er ekki langt að fara,“ segir Heiðrún að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is