Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2013 03:31

Var sagt upp líftryggingunni í miðri krabbameinsmeðferð

Olga Sædís Aðalsteinsdóttir frá Grundarfirði greindist með brjóstakrabbamein fyrir tæpu ári. Hún vildi í fyrstu ekki trúa líkama sínum og beið með að fara til læknis. Um mitt síðasta sumar staðfestu læknar illan grun og við tóku tvær aðgerðir og lyfja- og geislameðferðir. Olga er afar þakklát yfirmanni sínum á höfninni í Grundarfirði fyrir sýndan skilning, sem og kennurum og öðrum stafsmönnum við Háskólann á Hólum þar sem hún leggur stund á ferðamálafræði. Eiginmaður og fjölskyldan öll hafa staðið þétt saman í gegnum veikindin og segir Olga það ómetanlegt. Einnig hjálp og góður hugur góðra vina. Eitt þyngsta höggið hafi hins vegar verið þegar tryggingafélagið sagði henni upp líftryggingunni í miðri krabbameinsmeðferð. „Ég upplifði þetta eins og ég væri annars flokks og ekki vænleg til lífs,“ segir hún.

 

Ítarlegt viðtal við Olgu Sædísi Aðalsteinsdóttur ferðamálafræðinema og hafnarvörð má finna í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is