Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2013 11:01

Ungur myndlistarmaður á Skaganum fær góða aðsókn á sýningu

„Það spurðu mig margir hvað væri eiginlega að gerast í höfðinu á mér, sögðu að þetta væri allt öðruvísi myndir en þeir hefðu séð áður. Mér fannst það bara skemmtilegt og meðmæli með sýningunni,“ segir Vera Líndal Guðnadóttir ungur Akurnesingur sem opnaði málverkasýningu á Akranesi sl. laugardag. Vera fékk vel á annað hundrað gesti opnunardaginn og þegar fyrsta daginn seldust 80% þeirra um 50 mynda sem Vera er með á sýningunni. Sýning Veru verður opin kl. 15-18 til 24. maí.

Aðspurð segir Vera að margt verði sér að innblæstri við listsköpunina, stundum hreinlega tónlistin sem hún væri að hlusta á þegar hún teiknar. Fuglinn er mjög ráðandi í hennar myndum og segir Vera ástæðuna fyrir því sjónvarpsþáttur eða kvikmynd sem hún sá. „Ég er búinn að gleyma hvaða þáttur eða mynd þetta var og verð endilega að komast að því í góðu tómi. Annars kalla ég mína sköpun bara Verufræði, minn hugarheimur og það sem ég nem frá fólki og umhverfinu,“ segir Vera. Ein myndin á sýningunni heitir einmitt Verufræði og nær hún ágætlega utan um þær hugmyndir sem birtast í öðrum myndum á sýningunni.

 

 

 

 

 

Ætlar að halda áfram listnámi

Vera sýnir myndir sínar í salnum að Skólabraut 26-28 og virðist sá salur smellpassa fyrir sýninguna, enda segist Vera mjög ánægð með aðstöðuna. Hún hefur einu sinni áður haldið sýningu, það var eftir að hún útskrifaðist frá listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti vorið 2008. „Þá voru myndirnar mikið tengdar þeim verkefnum sem ég vann að í skólanum, en þessi sýning núna er sú fyrsta mín eigin, með minni eigin sköpun,“ segir Vera. Hún fór úr FB í Myndlistarskóla Reykjavíkur, til að nema mótun í keramiki og glerblástur. Það er þó teikningin sem höfðar meira til hennar og segist Vera í dag hafa á prjónunum að halda áfram í námi haustið 2014, en sem stendur er hún á öðrum áfanga í mannfræði við HÍ. Vera segir það komi sterklega til greina að fara í nýju teiknideildina í Myndlistarskóla Reykjavíkur, eða í skóla erlendis. Þeir séu reyndar mjög dýrir skólarnir ytra sem hún hefur kynnt sér til þessa. Vera er í dag í hlutastarfi hjá Símanum í þjónustuversluninni í Kringlunni í Reykjavík, en hún hefur búið í borginni síðustu tvö árin. „Ég hef unnið með náminu og vil líka hafa svolítinn tíma til að sinna listinni,“ segir Vera Líndal Guðnadóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is