15. maí. 2013 01:49
Í dag var dregið í 32 liða úrslit Borgunarbikars karla, Bikarkeppni KSÍ. Vesturlandsliðin tvö í Pepsídeildinni, sem fóru beint í úrslitin eru þau einu í landshlutanum sem eftir eru í keppninni. Víkingar þurfa að fara í túnfót forsetans á Bessastöðum og mæta þar Álftanesi fimmtudagskvöldið 30. maí. Kvöldið áður mætast ÍA og Selfoss á Akranesvelli. Meðal athyglisverða viðureigna í 32-liða úrslitunum eru Kópavogsslagur Breiðabliks og HK og þrír leikir þar sem lið úr Pepsídeildinni mætast. Það er Valur – Fram, FH – Keflavík og Þór – Stjarnan.