Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2013 12:01

Málefni Sögumiðstöðvarinnar báru hæst á íbúafundi í Grundarfirði

Bæjarstjórn Grundarfjarðar boðaði til íbúafundar þriðjudaginn 14. maí síðastliðinn. Þar voru hin ýmsu mál á dagskrá en hæst báru málefni Sögumiðstöðvarinnar. Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fundinn og byrjaði á að hrósa bæjarbúum, starfsfólki Grundarfjarðarbæjar og félagasamtökum fyrir sinn þátt í aðhaldsaðgerðum bæjarins. Helga Guðrún Guðjónsdóttir var tilnefnd sem fundarstjóri. Björn Steinar Pálmason bæjarstjóri byrjaði á að fara yfir fjármál bæjarins en viðsnúningur var á rekstrinum á síðasta ári. A hluti var rekinn nánast á núlli og B hluti skilaði hagnaði. Stefnt er einhverjar fjárfestingar á næstu árum og fullyrti Björn að ekki yrði gengið lengra í rekstrarhagræðingu og að komið væri að þolmörkum hvað það varðar. Einnig nefndi hann að gífurlegt tekjufall hefði orðið af framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga síðustu ár. 

Alda Hlín ráðin menningar- og markaðsfulltrúi

Því næst fór Björn Steinar yfir málefni Sögumiðstöðvarinnar en mikið breyttur rekstrargrundvöllur er á Sögumiðstöðinni eftir hrun. Þá hefur reynst mun erfiðara að ná í styrki til rekstrarins og því hefur það komið í hlut sveitarfélagsins að standa að rekstrinum. Því hafi reynst óhjákvæmilegt að breyta rekstri Sögumiðstöðvarinnar til hagræðingar. Eins og Skessuhorn hefur fjallað um mun bókasafnið flytja í húsnæði Sögumiðstöðvarinnar innan skamms og þar verður rekin upplýsingamiðstöð og kaffihús samhliða. Þar er einnig stefnt á að vera með menningarviðburði eins og tónleika og jafnvel leiksýningar í húsinu. Sögusýningar verða áfram til staðar en í breyttri mynd. Þá sagði Björn einnig að til stæði að flytja bæjarskrifstofuna í núverandi húsnæði bókasafnsins þar sem aðgengi fyrir fatlaða er mun betra. Björn Steinar sagði einnig frá því að búið væri að ganga frá ráðningu menningar- og markaðsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar en það er Alda Hlín Karlsdóttir sem hefur verið ráðin í það starf.

 

Síldardauðinn ræddur

Sigurborg tók næst til máls og kynnti árangur hreinsunarstarfs í Kolgrafafirði. Rannsóknir eru í gangi á vegum Hafrannsóknastofnunar og Vegagerðarinnar til að reyna að koma í veg fyrir að síldardauðinn í Kolgrafafirði endurtaki sig. Sigurborg kom einnig inn á bættan árangur í sorpflokkun. Þá er ráðningarferli fyrir skipulags- og byggingafulltrúa í gangi en Grundarfjarðarbær og Stykkishólmsbær munu ráða þann starfskraft í sameiningu. Því næst fór Björn Steinar yfir þær framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar en þar er aðaláherslan lögð á viðhald, gangstéttar bæjarins og fráveituna sem er aðkallandi.

 

Sögumiðstöðin mörgum hugleikin

Eftir stutt hlé tók Helga Guðrún svo við fundastjórn og umræður hófust. Þar bar mest á umræðum um Sögumiðstöðina sem virðist vera íbúum Grundarfjarðar ansi hugleikin. Ingi Hans Jónsson fyrrum forstöðumaður og frumkvöðull í Sögumiðstöðinni steig í pontu og fór yfir stofnun og feril Sögumiðstöðvarinnar. Einnig lýsti hann óánægju sinni með breytingarnar og þá sérstaklega að búið væri að afleggja Sögumiðstöðvarnafnið og var með Ferðablaðið Vesturland því til sönnunar, en þar er upplýsingamiðstöðin kynnt sem Menningarmiðstöðin Grund. Hann óskaði nýjum stjórnendum þó að lokum velfarnaðar.

Gísli Ólafsson svaraði Inga Hans og sagði að breytingar væru óhjákvæmilegar þar sem að breyttar áherslur væru á rekstrinum. Breytingarnar væru gerðar með fullu samþykki stjórnar félagsins sem rekur húsið og tók það sérstaklega fram að Sögumiðstöðin héti í raun Eyrbyggja Sögumiðstöð og hafi heitið það frá upphafi. Menningamiðstöðin Grund hafi verið í umræðunni en það nafn væri ekki endilega greypt í stein. Þá tók Gísli fram að breytingarnar væru gerðar til að auka starfsemina í húsinu en það hefur nánast verið lokað og læst yfir vetrartímann.

 

Heilsustígur fær góðar viðtökur

Bæjarbúar lýstu einnig yfir þungum áhyggjum af fyrirkomulagi á læknavöktum en sameiginlegar læknavaktir eru um helgar í Grundarfirði og Snæfellsbæ. Sigurborg skýrði frá því að fundað hafi verið með yfirmönnum HVE og einnig fráfarandi velferðarráðherra Guðbjarti Hannessyni en það hafði ekkert að segja. Lítið annað væri í stöðunni en að halda áfram að berjast á móti þessu fyrirkomulagi.

 

Einnig kom upp hugmynd um heilsustíg um bæinn með æfingastöðvum hér og þar sem hægt væri að nýta sér til heilsubótar. Tekið var vel undir þessa tillögu en sambærilegur heilsustígur er til að mynda á Hvolsvelli. Þá var kallað eftir götukorti og gönguleiðakorti af nágrenninu en hvorugt hefur verið gefið út.

 

Íbúafundurinn fór vel fram og margir notuðu tækifærið og komu sínum skoðunum á framfæri. Ljóst er að bæjarstjórnin hefur fengið eitthvað til að hugsa um næstu daga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is