17. maí. 2013 09:01
Hinn eini og sanni Bjartmar Guðlaugsson söngvari verður með tónleika í Edduveröld á morgun, laugardaginn 18. maí. Bjartmar ættu flestir landsmenn að þekkja en vinsælustu og þekktustu lögin hans eru vafalaust Týnda kynslóðin, Hippinn, 15 ára á föstu og Járnkallinn. Þá hefur nýjasta plata Bjartmars, Skrýtin Veröld, sem hann gaf út ásamt Bergrisunum notið mikilla vinsælda. Geisladiskar og bækur verða Bjartmars til sölu á staðnum og aldrei að vita nema hægt verði að fá vörurnar áritaðar. Aðgangseyrir er kr. 2000 og hefjast tónleikarnir kl. 22.
-fréttatilkynning