Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2013 09:58

Rekstrartap Akraneskaupstaðar var 258 milljónir á síðasta ári

Ársreikningur Akraneskaupstaðar var tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn þriðjudaginn 14. maí sl. og fer til síðari umræðu og afgreiðslu á fundi hálfum mánuði síðar, 28. maí. Tap varð á starfsemi bæjarfélagsins árið 2012, A og B hluta, samtals að upphæð 258 milljónir króna. Breyting á forsendum útreiknings á lífeyrisskuldbindingum er ein af aðalástæðum þess, segir í tilkynningu frá bæjarstjórn. Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 160 milljónir króna, en til A hluta teljast Aðalsjóður, Eignasjóður, Fasteignafélagið slf., Gáma og Byggðasafnið í Görðum. Helstu stærðir sem hafa áhrif á neikvæða rekstrarafkomu A hluta, og gera má ráð fyrir að séu einskiptis kostnaður, eru lífeyrisskuldbindingar. Ennfremur tjónabætur sem féllu á kaupstaðinn vegna Skagavers og gjaldfærsla á starfslokasamningum.

Þá var rekstrarniðurstaða B hluta neikvæð um 98 milljónir króna, en undir B hluta teljast Höfði - hjúkrunar- og dvalarheimili, Háhiti ehf. og Fasteignafélagið ehf. Helstu stærðir sem hafa áhrif á neikvæða rekstrarafkomu Höfða eru lífeyrisskuldbindingar og eftirlaun, tímabundin fækkun hjúkrunar- og dvalarrýma og verðbætur langtímalána, samtals 85 milljónir króna. Fjárhagslegur styrkur Höfða er þrátt fyrir þetta góður, þar sem Höfði er með öflugan varasjóð. Þess má geta að Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Höfða fer yfir þessar forsendur í aðsendri grein sem birtist í Skessuhorni 15. maí sl.

 

Tveir af þremur stærstu málaflokkum Akraneskaupstaðar voru undir áætlun árið 2012. Til fræðslu- og uppeldismála fóru 1.705 milljónir króna eða um 48,2% af skatttekjum og var það um 14,2 milljónum undir áætlun eða um 1%. Til æskulýðs- og íþróttamála fóru 315 milljónir króna nettó eða um 8,9% af skatttekjum og voru þau um 12,6 milljónum króna undir áætlun eða um 4%.

 

Þá segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað að fjárhagslegur styrkur bæjarfélagsins sé góður hvort sem litið sé til eiginfjárstöðu eða hefðbundinna skuldaþekjuhlutfalla. Skuldahlutfall samstæðunnar er um 109% reiknað samkvæmt fjármálareglum sveitarfélaga, en þær kveða á um hámarkshlutfall sé innan 150% marka. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í árslok 11.650 milljónum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 6.649 milljónir og eigið fé nam 5.023 milljónum. Veltufé frá rekstri er um 427,9 milljónir og hækkaði um 21,3 milljón frá árinu 2011. Handbært fé í árslok er um 572,8 milljónir og hafði hækkað um 54,7 milljónir á árinu.

 

 

Ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir árið 2012 er birtur í heild sinni á vef bæjarins. Þar er hægt að nálgast frekari upplýsingar s.s. lykiltölur um rekstur, skuldsetningu, greiðsluhæfi og fleira.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is