Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. maí. 2013 01:50

Fundu tundurdufl við æfingar á Hvalfirði

Tundurduflaslæðarar úr flota Atlantshafsbandalagsins, sem verið hafa í heimsókn hér á landi við æfingar með Landhelgisgæslunni undanfarna daga, fundu í fyrrakvöld gamalt tundurdufl við æfingar á Hvalfirði. Skipin tvö, Bellis M 916 frá Belgíu og Urk M 861 frá Hollandi, voru m.a. við æfingar á gömlu skipalægjunum í Hvítanesi og Ferstiklu þar sem flotar Breta og Bandaríkjamanna höfðust við á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Það var belgíska skipið sem fann duflið sem var á 33 metra dýpi. Samkvæmt upplýsingum frá LHG tilheyrði duflið kafbátagirðingu sem var lögð út í síðari heimsstyrjöldinni til að girða fjörðinn fyrir ágangi óvinarins. Duflið fannst með sónar skipsins og köfuðu síðan kafarar LHG niður til að auðkenna það.

 

 

 

 

Duflinu var loks eytt þar sem erfitt var að segja til um hvort hleðsla þess væri virk. Tundurdufl geta verið hættuleg skipum ef þau lenda í veiðarfærum en fjöldamörg dæmi eru um slík atvik og geta þau sprungið þrátt fyrir að hafa verið í áratugi neðansjávar. Eftir eyðingu duflsins fóru síðan kafarar aftur niður til að kanna hvort aðgerðin heppnaðist og gerði hún það.

 

Æfingar tundurduflaslæðaranna og Landhelgisgæslunnar eru af fjölbreyttum toga. Meðal annars er fengist við verklag við björgunaraðgerðir, siglingaæfingar og leit að smygli í skipum og aðstoð við löskuð skip, svo sem vegna leka og eldsvoða. Þá eru tundurduflavarnir æfðar en skipin er vel búin tækjum og tólum til slíkra leita eins og fundur miðvikudagskvöldsins sannaði. Það er varðskipið Þór sem hefur æft með skipunum fyrir hönd Landhelgisgæslunnar en einnig tekur eftirlits- og sjómælingabáturinn Baldur þátt í æfingunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is