17. maí. 2013 05:47
Nú kl. 17 í dag var ný þjónustustöð N1 við Brúartorg í Borgarnesi opnuð. Fjöldi viðskiptavina biðu með eftirvæntingasvip fyrir utan innganga stöðvarinnar þegar þeir Sigurður Guðmundsson stöðvarstjóri og Árni Guðmundsson verkefnastjóra framkvæmda við þjónustustöðina opnuðu hana fyrir gestum. Ekki leið að löngu þangað til fyrsti viðskiptavinurinn hafði verslað en hann heitir Björgvin Árnason. Þó að N1 stöðin í Borgarnesi hafi verið opnuð er framkvæmdum við hana ekki alveg lokið. Að sögn Árna Guðmundssonar verður þeim lokið fyrir mánaðarmótin. Þjónustöðin verður loks formlega tekin í notkun með pompi og prakt föstudaginn 31. maí nk.