18. maí. 2013 01:00
Breiðafjarðarferjan Baldur fer aukaferðir í dag, laugardag, vegna þess að Vestfjarðavegur nr. 60 er lokaður í Kjálkafirði sökum hættu á skriðuföllum. Baldur lagði af stað frá Stykkishólmi klukkan níu í morgun og fer frá Brjánslæk kl. 12.00. Áætlað er að um 150 þúsund rúmmetrar af mold og grjóti hafi fallið á veginn í Kjálkafirði í apríl og var veginum lokað í gærkvöldi um óákveðinn tíma þar sem hætta er á frekari skriðuföllum. Fréttavefurinn www.mbl.is greindi frá.