Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2013 10:01

Grundfirðingar lögðu Huginn í fyrsta leik sumarsins

Grundarfjörður byrjaði Íslandsmótið í knattspyrnu á því að taka á móti liði Hugins frá Seyðisfirði í nýju þriðju deildinni sl. sunnudag. Leiknum hafði þó verið frestað um sólarhring vegna hvassviðris á Snæfellsnesi. Leikurinn var í góðu jafnvægi þar sem bæði lið skiptust á að sækja og skapa sér færi. Huginn náði svo að skora á 27. mínútu þegar að Marko Nikolic náði að koma boltanum í netið eftir klafs í teig Grundfirðinga. Eftir þetta sóttu Grundfirðingar í sig veðrið og hófu stórsókn. Ingólfur Örn Kristjánsson komst í dauðafæri þegar að hann slapp einn inn fyrir vörn Hugins en Atli Gunnar Guðmundsson markvörður sá við honum. Það var svo á 45. mínútu að Dalibor Lazic komst í gott færi sem að hann kláraði vel og jafnaði metin í 1-1. Huginn tók miðju og í því flautaði dómarinn til leikhlés.

 

 

 

Huginn byrjaði svo síðari hálfleikinn af miklum krafti og uppskar vítaspyrnu þegar einum Huginsmanni var brugðið innan vítateigs á 52. mínútu. Friðjón Gunnlaugsson steig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi fram hjá Viktori Erni Jóhannssyni sem kom engum vörnum við. Gestirnir komnir í vænlega stöðu og drógu sig aðeins til baka og beittu skyndisóknum. Vörn heimamanna þyngdist smám saman og á 73. mínútu jafnaði Ingólfur Örn Kristjánsson metin þegar hann slapp aftur einn inn fyrir og í það skiptið kláraði hann færið af mikilli yfirvegun. Staðan orðin 2-2 og skammt eftir af leiknum. Aðeins fimm mínútum síðar var Ingólfur Örn aftur á ferðinni þegar að hann fékk góða sendingu inn fyrir vörn gestanna. Ingólfur gerði engin mistök þegar að hann skoraði fram hjá Atla í markinu og kom heimamönnum í 3-2. Grundfirðingar þéttu vörnina eftir þetta mark og náðu að halda út og innbyrða fyrsta sigur sumarsins. Þrjú stig staðreynd en Grundfirðingum var spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir mót.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is