Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2013 12:15

Naumt tap Kára á heimavelli í fyrsta leik

Káramenn mættu liði ÍH frá Hafnarfirði í Akraneshöll sl. föstudagskvöld. Hátt í 100 manns mættu til að fylgjast með leiknum þar sem bæði lið áttu fína kafla. ÍH voru nokkuð sterkari í fyrri hálfleik, en Káramenn fengu líklega sitt besta færi á 15. mínútu þegar þeir skölluðu boltann rétt framhjá marki gestanna. Það var svo á 32. mínútu sem ÍH náði að brjóta ísinn, en Káramenn sendu þá misheppnaða sendingu úr vörninni beint fyrir fæturna á Eiríki Viðari leikmanni ÍH sem tókst að lauma boltanum með lúmsku skoti framhjá markverði Kára niður í hægra hornið. Á 42. mínútu gerðist svo umdeilt atvik þegar ÍH fékk vítaspyrnu fyrir litlar sakir þegar Aron Örn leikmaður Kára pikkaði í bolta og mann inn í teig. Haukur Ólafsson tók vítið og skoraði örugglega. Hálfleikstölur 0-2 fyrir ÍH sem höfðu fram að því haft yfirhöndina í leiknum.

 

 

 

Káramenn komu grimmir til baka úr leikhléi og voru staðráðnir í að bæta hlut sinn, en strax á 50. mínútu unnu Káramenn skallaeinvígi gegn markverði ÍH, en varnarmaður ÍH steig aftur fyrir og náði að hreinsa boltann áður en hann fór í markið. Á 57. mínútu náðu Káramenn að koma sér aftur inn í leikinn, en þá sendi bakvörður Káramanna Birkir Guðmundarson boltann inn í teig þar sem hann fór af varnarmanni ÍH og í markið. Skömmu seinna náðu Káramenn að koma boltanum aftur í markið, en dómari leiksins hafði dæmt örskömmu áður sóknarbrot á Káramenn og markið því ekki gilt. Barátta og jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði leiks en Káramenn voru nokkuð hættulegri. Á 85. mínútu kom eitt besta færi leiksins þegar Káramenn áttu aukaspyrnu sem endaði í fjærstöng hjá leikmanni Kára sem skaut boltanum framhjá markverði ÍH, en enn og aftur var bjargað á marklínu, en líklega aldrei eins tæpt og þarna og ÍH heppnir að missa leikinn ekki niður í jafntefli.

Eftir þetta var lítið um færi og að lokum flautaði ágætur dómari leiksins leikinn af og ÍH fagnaði góðum 2-1 sigri á heimamönnum í Kára.

 

Káramenn eiga strax aftur leik í dag klukkan 14:00 í Akraneshöllinni gegn Leikni Fáskrúðsfirði. Þar verður hart barist og það verður því gaman að sjá sem flesta mæta og styðja við bakið á Káramönnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is