Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2013 06:15

Rifjað upp þegar bandarísk herflugvél fórst í Akrafjalli

Miðvikudaginn 23. nóvember 1955 gat að líta dapurlega frétt í dagblöðum á Íslandi. Mörgum var brugðið, ekki síst íbúum Akranesbæjar og fólki í sveitunum umhverfis Akrafjall. Tveimur dögum fyrr hafði bandarísk herflugvél frá Keflavíkurflugvelli rekist á klettabeltin í norðurhlíðum fjallsins, tæst í sundur og fjórir menn farist. Enginn virtist hafa orðið var við slysið. Flakið fannst ekki fyrr en rúmum sólarhring eftir að vélin fórst. Þá hafði þegar verið lýst eftir henni og umfangsmikil leit hafin bæði á sjó og úr lofti. Á þessu ári eru 58 ár liðin síðan þetta slys varð. Enn má finna tætlur af braki úr vélinni í hlíðum Akrafjalls rétt vestur af svokölluðum Pyttum beint ofan við bæinn Ós.

Nokkrir heimamenn á Akranesi hafa unnið að því að setja upp minnisvarða um þetta slys við rætur fjallsins neðan við þann stað þar sem flugvélin fórst.

 

Í ítarlegri frásögn í Skessuhorni í dag skrifar Magnús Þór Hafsteinsson um slysið og ekki síst aðdraganda þess og byggir frásögn sína á skýrslu bandaríska flughersins um atburðinn. Frásögn þessi hefur ekki birst í fjölmiðlum áður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is