Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2013 09:01

Ljómalind sveitamarkaður fær góðar viðtökur

Ljómalind sveitamarkaður var opnaður að Sólbakka 2 í Borgarnesi síðastliðinn föstudag. Um er að ræða markað sem 12 konur víðsvegar af Vesturlandi standa að, flestar úr Borgarfirði, en einnig úr Dölum og af Mýrunum. Á sveitamarkaðinum Ljómalind verður til sölu úrval af varningi sem á það sammerkt að vera búinn til í héraði. Til dæmis má nefna matvöru frá Beint frá býli bændum, svo sem grænmeti, kjöt, osta, sultur, konfekt og fleira. Þá verður einnig til sölu handverk, svo sem ullarvörur, gjafavara og kort, en einnig heimatilbúið sælgæti. Blóm, jurtir, kryddplöntur og smyrsl, unnið úr náttúru svæðisins, verða einnig seld í Ljómalind sem og ýmis listsköpun handverksfólks. Loks er að finna gestasvæði í Ljómalind þar sem lista- og annað hæfileikafólk úr héraði verður með til sýnis og sölu sitthvað sem það fæst við, en fyrst til að sýna verk sín í gestasvæðinu er Kristín Jónsdóttir ljósmyndari.

Uppsetning og innanhússhönnun Ljómalindar var í höndum Sigursteins Sigurðssonar arkitekts í Borgarnesi. Hönnun markaðarins er einkar skemmtileg og er endurvinnsla og endurnýting í fyrrirúmi. Meðal annars má nefna timburklædda veggi úr trjábolum úr Skorradal og sýningarborð sem klædd eru síðum úr Skessuhorni og Bændablaðinu og lakkað yfir.

Viðtökur fyrstu opnunarhelgina voru framar vonum þeirra sem að Ljómalind standa enda lögðu fjölmargir leið sína á markaðinn. Seldust sem dæmi allar sultur og allur brjóstsykur upp. Ljómalind verður opin alla daga í sumar frá 1. júní, en í maí er markaðurinn opinn um helgar. Opnunartími í sumar verður mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10-19 og föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-16. Húsnæði Ljómalindar er á vegamótum þjóðvegar eitt og Snæfellsnesvegar ofan Borgarness og blasir við frá vegamótunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is