Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2013 09:23

Fyrsti sigur Skagamanna

Skagamenn náðu í sín fyrstu stig í Pepsídeildinni í kvöld þegar þeir unnu 2:0 sigur á Fram á Akranesvelli. Gestirnir voru engu að síður betra liðið í fyrri hálfleiknum og voru snemma leiks nálægt því að skora, en Páll Gísli varði vel í marki Skagamanna, til að mynda aukaspyrnu sem Framarar fengu alveg við teiginn. Þvert gegn gangi leiksins skoruðu Skagamenn á síðustu andartökum hálfleiksins. Joakim Wrele skoraði af stuttu færi eftir góða sendingu frá Andra Adolphssyni. Heimamenn byrjuðu síðan seinni hálfleikinn af krafti. Á 49. mínútu áttu þeir góða sókn upp hægri kantinn og Hallur Flosason skoraði af markteig. Skagamenn vörðust síðan vel og áttu inn á milli góðar sóknir þannig að þeir voru allt eins líklegir til að bæta við mörkum en gestirnar að minnka muninn. Fleiri urðu mörkin ekki og ÍA er nú komið með 3 stig og færðist þar með úr 11 sætinu í það 9.

Skagamenn mæta í næstu umferð Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika. Leikurinn fer fram næst komandi sunnudag. Sama dag tekur hitt Vesturlandsliðið, Víkingur, á móti Eyjamönnum á Ólafsvíkurvelli, en ranglega var sagt í Skessuhorni vikunnar að sá leikur væri í Eyjum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is