Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2013 09:52

Sögufrægt hús á Laugarvatni verður umgjörð undirritunar stjórnarsáttmála

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, munu í dag klukkan 11:15 skrifa undir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Íslands og kynna stefnuskrá flokkanna. Umgjörð fyrir undirritun og kynningu var valin á Laugarvatni í sögufrægri byggingu fyrrum Héraðsskólans. Húsið var á síðustu árum gert upp bæði að utan og innan og er hin glæsilegasta bygging. Pálmi Hilmarsson húsvörður á Laugarvatni sagðist í samtali við Skessuhorn vera stoltur af þessari staðsetningu sem formenn væntanlegra ríkisstjórnarflokka völdu til að hefja formlega samstarf sitt. "Húsið er náttúrlega sögufrægt. Hér fór héraðsskóli af stað árið 1928 en það var að frumkvæði Jónasar frá Hriflu og Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins að héraðsskóla á Suðurlandi var fundinn staður á Laugarvatni. Hér var skólinn svo rekinn í áratugi. Fyrir nokkrum árum var síðan ráðist í að gera skólabyggingarnar upp, bæði að utan sem innan, og bíða húsin nú eftir nýju hlutverki sem verður á sviði ferðaþjónustu. En hér verður Laugarvatnsstjórnin hins vegar mynduð fyrst," sagði Pálmi húsvörður í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is