Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. maí. 2013 06:15

Framkvæmt fyrir 130 milljónir á vegum Borgarbyggðar í sumar

Töluvert verður framkvæmt á vegum sveitarfélagsins Borgarbyggðar í sumar en áætlað er að verja um 130 milljónum króna til ýmissa framkvæmda. Að auki ver sveitarfélagið 20 milljónum króna til framkvæmda við lóð Brákarhlíðar. Framkvæmdir sveitarfélagsins eru í fimm liðum samkvæmt áætlun. Hæstu upphæðinni er ráðstafað til húsnæðis- og lóðamála, alls 45 milljónum. Meðal verkefna má nefna gerð nýs anddyris við starfsmannainngang Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum, nýtt snúningsplan, bílastæði og stíga við starfsstöð sama skóla á Hvanneyri, uppsetning námsvers ásamt breytingum á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi og stækkun þreksalarins í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Að auki verður framkvæmt á lóðum leikskólanna Uglukletts og Andabæjar.

 

 

 

Sex verkefni falla undir liðinn götur, plön og gangstéttir þar sem alls er framkvæmt fyrir um 36 milljónir króna. Meðal verkefna er malbikun bílaplans á horni Bjarnarbrautar og Brákarbrautar, lagning slitlags á Bifröst, breikkun Ánahlíðar í Borgarnesi og malbikun miðsvæðis Brákareyjar þar sem meðal annars verða gerðar svokallaðar graseyjur. Þrjú verkefni verða framkvæmd á sviði umhverfismála; stígagerð í Borgarnesi, snyrting gámasvæðisins á Sólbakka ásamt fegrun aðkomunnar í Borgarnes, alls fyrir 21 milljón króna. Þá er 19 milljónum veitt í önnur verkefni, meðal annars í framkvæmdir við Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, lagfæringu á girðingum á afréttum auk framkvæmda við vatnsveitu á Varmalandi. Loks verður 17 milljónum varið til fjárfestinga. Annars vegar hlutafjárframlag til Reiðhallarinnar Faxaborgar að Vindási og stofnfjárframlag til Háskólans á Bifröst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is