Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2013 08:01

Betri afkoma Faxaflóahafna er áætlað var

Á aðalfundi Faxaflóahafna sem haldinn var sl. föstudag kom fram að rekstrarafkoma á síðasta ári var vel viðunandi og betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Að teknu tilliti til fjármunaliða var rekstrarhagnaðurinn 367,4 milljónir eða 118,7 milljónum betri niðurstaða en árið 2011 og 161,8 milljónum umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Tekjur voru 247 milljónum umfram áætlun, eða rúmir 2,7 milljarðar sem er 11,4% hækkun tekna milli áranna 2011 og 2012. Ef frá eru teknar óreglulegar tekjur er breytingin á milli ára um 6,75%. Aflagjöld voru í samræmi við fjárhagsáætlun, en 47 milljónum lægri en árið 2011. Landaður afli var nokkurn veginn sambærilegur milli ára. Vörugjöld voru 36 milljónir umfram áætlun og skýrist það af eilítið meiri vöruflutningum milli ára. Þá voru tekjur af skipum 60 milljónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir, en sú aukning skýrist m.a. af aukinni stærð þeirra skemmtiferðaskipa sem koma til hafnar í Reykjavík.

Skipting fjárfestinga eftir hafnarsvæðum á síðasta ári var þannig að til Gömlu hafnarinnar í Reykjavík var varið 134,3 milljónum, eða 12,6%, Sundahafnar 750,9 milljónir eða 70,3%, Grundartanga 168 milljónir eða 15,7%, Akranes 14,5 milljónum eða 1,4% og til tækja og búnaðar hafnarsamlagsins 12,3 milljónum eða 1,2%. Á Grundartanga var unnið áfram að undirbúningi lengingar Tangabakka. Að þeim verkhluta sem lýtur að kaupum á stálþili og bakkagerðinni sjálfri verður unnið á þessu ári. Þá var unnið að gatna- og lóðagerð auk ýmissa umhverfisverkefna. Á Akranesi var á síðasta ári unnið að dýpkun við Faxabryggju vegna innflutnings á sementi og í Borgarnesi var unnið að minniháttar umhverfisverkefnum á hafnarsvæðinu og gerð skábrautar til sjósetningar smábáta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is