Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2013 03:15

Brautskráning og skólaslit Fjölbrautaskóla Vesturlands

Laugardaginn 18. maí voru 47 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, 27 karlar og 20 konur. Flestir útskrifuðust sem stúdentar af félagsfræðabraut, eða 19 nemendur. Þá má nefna að sex voru útskrifaðir með viðbótarnám til stúdentsprófs eftir þriggja til fjögurra ára starfsnám og loks útskrifuðust átta með burtfararpróf í iðngreinunum, þ.e. húsasmíði, rafvirkjun og vélvirkjun. Nánari skipting eftir námsbrautum má lesa á vef skólans; www.fva.is Útskriftarathöfnin fór fram á sal skólans. Jens B. Baldursson aðstoðarskólameistari flutti annál vorannar og Elsa María Guðlaugsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Við athöfnina fékk Unnur Ýr Haraldsdóttir, sem útskrifaðist með stúdentspróf af náttúrufræðibraut, verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar.

Unnur Ýr hlaut einnig viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2013. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti námsstyrk Akraneskaupstaðar. Hann hlaut Guðrún Valdís Jónsdóttir sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut í desember 2012.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is