Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2013 08:45

Viðsnúningur í rekstri Stykkishólmsbæjar

Ársreikningur Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2012 var samþykkur eftir seinni umræða í bæjarstjórn sl. miðvikudag. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs var jákvæð um 4,5 milljónir í samanteknum ársreikningi A og B hluta í samanburði við 47,7 milljóna króna tap árið 2011. Helstu ástæður fyrir betri rekstarniðurstöðu, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir, voru að útsvarstekjur voru 17,2 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Einnig urðu fjármagnsgjöld lægri, þar sem verðbólga reyndist minni en áætlað var. Sömuleiðis er jákvætt í ársreikningi að tekjur aukast hjá Stykkishólmsbæ A hluta, eða úr 764,7 millj. kr. árið 2011 í 845,8 milljónir árið 2012. Einnig er jákvætt að Hafnarsjóður var rekinn með u.þ.b. 3,1 millj. kr. hagnaði miðað við einnar milljónar króna hagnað árið á undan.

Þá skilar fráveita 700 þúsund króna hagnaði miðað við 4,2 milljóna tap á árinu 2011. Síðast en ekki síst kemur fram í ársreikningi að skuldahlutfall miðað við tekjur hefur batnað milli ára og er komið niður fyrir 150% af skatttekjum.

 

Í skýrslu Reynis Ragnarssonar endurskoðanda Stykkishólmsbæjar segir m.a. að verulegur viðsnúningur hefur orðið á rekstri bæjarfélagsins á árinu 2012. Hagnaður varð af rekstri bæði A og B hluta, en frá árinu 2007 hafi tekjur bæjarfélagsins ekki staðið undir útgjöldum þegar tekið hafi verið tillit til afskrifta og fjármagnsliða. Í raun hafi aðeins tvö af síðustu níu árum skilað hagnaði, þ.e. árin 2006 og 2007. Rekstrarárangur ársins 2012 megi að verulegu leyti rekja til meiri tekna og þess kostnaðaraðhalds sem gætt var. Þá skiptir minni verðbólga einnig verulegu máli.

 

Gæta verður aðhalds

Minnihluti bæjarstjórnar Stykkishólms telur áhyggjuefni að rekstrarkostnaður er 12,7% hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Annar kostnaður en laun og launatengd gjöld hafi verið 19,2% umfram áætlun sem sýni að gera megi betur í aðhaldi í rekstri. Bæjarfulltrúar D-listans lýsa nú sem áður vilja til samstöðu og samstarfs innan bæjarstjórnar og við stofnanir bæjarins til að taka á rekstrarkostnaði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is