Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2013 01:02

Dúmbó og Steini í Eldborgarsal Hörpu í september

Hin gamla en síunga hljómsveit Dúmbó og Steini frá Akranesi hélt stórtónleika í Bíóhöllinni á Akranesi sl. föstudag fyrir troðfullu húsi. Verða aðrir tónleikar annað kvöld, föstudag, sem fyrir löngu er orðið uppselt á. Sjaldan eða aldrei hafa forsvarsmenn Bíóhallarinnar verið jafn fljótir að selja upp aðgöngumiða á viðburði, eins og á báða þessa tónleika. Nú hefur því verið ákveðið að hljómsveitin fari í örlitla útrás og haldi tónleika í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík í haust, nánar tiltekið laugardaginn 14. september. „Það mætti halda að maður væri að „plögga“ endurkomu Bítlanna, slíkar hafa viðtökur almennings og gesta verið við endurkomu Dúmbó og Steina. Því hef ég nú ákveðið að fá hljómsveitina í lið með mér og tekið á leigu stærsta salinn í Hörpu næsta haust og er markmiðið að sjálfsögðu að fylla húsið, halda gott partý og gera ógleymanlega stund,“ segir Ísólfur Haraldsson framkvæmdastjóri í Bíóhöllinni í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

Ísólfur hefur fulla trúa á að það muni takast að fylla Eldborgarsalinn, enda mjög margir aðdáendur sem Dúmbó og Steini eiga út um allt land. Hljómsveitin var með vinsælli sveitaballahljómsveitum á sjöunda áratugnum, spilaði víða um land og mikið t.d. í Glaumbæ í Reykjavík. Því eru fjölmargir sem minnast þeirra frá yngri árum. Þá hefur einnig sýnt sig við endurkomu hljómsveitarinnar að yngri kynslóðin kann vel að meta tónlistina. „Það eru fáar hljómsveitir frá þessum tíma sem hafa átt „comeback,“ líkt og þeir eru að fá núna,“ segir Ísólfur.

Miðasala á tónleikana mun hefjast í júní, á midi.is og Hörpu 17. júní. „Þá munum við eitthvað fyrr bjóða til sölu á Akranesi miða, þannig að heimafólk eigi þess kost að fylgja drengjunum suður,“ segir Ísólfur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is