23. maí. 2013 05:52
Á Byggðasafni Dalamanna að Laugum í Sælingsdal kennir ýmissa grasa. Þar er m.a. ljósmynd af þeim nöfnum Guðríði Jónsdóttur (1832-1923) og sonardóttur hennar Guðríði Guðbrandsdóttur sem fædd er 23.5.1906 og er frá Spágilsstöðum í Dölum. Guðríður yngri er elst Íslendinga 107 ára, fagnar afmæli sínu í dag.