Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. maí. 2013 12:01

Byrjað að flytja inn á þriðju hæð Brákarhlíðar eftir endurbætur

Heimilisfólk á hjúkrunar- og dvalarheimlinu Brákarhlíð í Borgarnesi hófst handa við að flytja sig um set í endurbætta þriðju hæð heimilisins í gær, en hæðin er hluti af eldra húsnæði þess. Endurbætur hafa staðið yfir í vetur en framkvæmdir hófust síðasta sumar í kjölfar þess að lokið var við framkvæmdir í nýju álmu heimilisins sem liggur meðfram Ánahlíð. Það er Byggingafélagið Borgfirðingar ehf. sem sér um framkvæmdir í Brákarhlíð. Í þessum áfanga breytinganna eru sjö herbergi á þriðju hæðinni tekin í notkun, en alls verða herbergin á hæðinni 12 við lok framkvæmda. Á hæðinni eru að auki tvær rúmgóðar setustofur en stærð þeirra, herbergja og gangs er ámóta og á hæðum nýju álmu heimilisins. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar framkvæmdastjóra Brákarhlíðar standa flutningar yfir næstu daga og verður þeim vonandi lokið hið bráðasta.

 

Sjá nánari umfjöllun um stöðu framkvæmda við Brákarhlíð í næsta tölublaði Skessuhorns.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is