Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. maí. 2013 02:36

Bíldsey með metafla til hafnar - fjórfalt meiri afli en í góðum túr

Krókaaflamarksbáturinn Bíldsey frá Stykkishólmi hefur aflað vel fyrir austan land að undanförnu. Á þriðjudaginn kom báturinn með metafla til hafnar á Breiðdalsvík, tæp 26 tonn, mestmegnis þorsk. Þetta er mestur afli sem fengist hefur í einni lögn á línu. Skipverjar voru að vonum glaðir í bragði eftir þessa vel heppnuðu veiðiferð. Einn þeirra, Páll Vignir Þorbergsson, segir í fésbókarfærslu: „Í ágúst í fyrra settum við áhöfnin á Bíldsey SH 65 Íslandsmet í lönduðum afla úr einni veiðiferð á smábát, tæp 23 tonn. Það met náði ekki að standa óhreift í ár því í gærkvöldi lönduðum við mun meiri afla. Biðjum fyrir góðar kveðjur heim héðan úr Breiðdalnum þar sem allt er að gerast.“

Beitningarvél er um borð í Bíldsey og hefur áhöfnin verið á línuveiðum fyrir austan land frá miðjum mars. Bíldsey var í fyrra lengd úr tólf metrum í tæpa 15 og er mældur 29 tonna, sá stærsti í krókamarkskerfinu. Það er útgerðarfélagið Sæfell í Stykkishólmi sem gerir bátinn út og skipstjóri er Óskar Eyþórsson. Hann segir veiðarnar hafa gengið mjög vel fyrir austan og í umræddri veiðiferð á þriðjudaginn fengust 800 tonn á balann eða fjórfalt það magn sem þykir ágætur afli. Bíldsey landaði síðan um hádegið í dag um 15 tonnum og var það með komin í 170 tonnin í mánuðinum. „Þetta var síðasti túrinn hjá okkur á línunni fyrir sumarfrí,“ sagði Óskar í samtali við Skessuhorn í hádeginu í dag.

 

Gunnlaugur Árnason framkvæmdastjóri Sæfells segir að báturinn hafi verið stækkaður í fyrra til að skapa betri vinnuaðstöðu um borð, betri meðferð afla og aukið öryggi áhafnar enda sé oft sótt langt á miðin. „Þetta hefur gengið mjög vel og það hefur sannað sig að þessi stækkun á bátnum í fyrra kemur okkur til góða,“ sagði Gunnlaugur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Umsókn um styrki 2020

Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is