Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2013 06:15

Stjórnendur af Akranesi reynast einkar farsælir við rekstur stofnana

Síðastliðinn föstudag voru birtar niðurstöður úr einni stærstu vinnumarkaðskönnun sem gerð er hér á landi árlega. Að könnuninni stendur Capacent í samstarfi við SFR, VR, St.Rv. og fjármálaráðuneytið. Tæplega 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði fengu könnunina senda. Í raun er það svo að starfsfólk er að dæma gæði vinnustaða sinna út frá átta grunnþáttum. Spurt er um trúverðugleika stjórnenda, starfsanda á vinnustað, ánægju með launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar/vinnustaðar og ánægju og stolt af að vera starfsmaður á viðkomandi vinnustað.  Einkunn er gefin fyrir hvern þátt frá einum og upp í fimm og saman mynda þær svo heildareinkunn fyrirtækisins. Sérstaka athygli vekur að fólk á Akranesi reynast einkar farsælt í stjórnun opinberra stofnana ef marka má niðurstöðu könnunarinnar.

 

 

 

 

Embætti sérstaks saksóknara undir stjórn Ólafs Þórs Haukssonar sýslumanns er stofnun ársins í flokki stofnana með fleiri en 50 starfsmenn. Þetta er þriðja árið í röð sem embættið hlýtur þessa nafnbót. Í öðru sæti í sama flokki er Umferðarstofa undir forystu Dagnýjar Jónsdóttur sem einnig býr á Akranesi. Þess má geta að Fjölbrautaskóli Vesturlands hafnaði í 8. sæti á sama lista. Í flokki stofnana með 20-49 starfsmenn urðu Landmælingar Íslands á Akranesi í efsta sæti annað árið í röð en þar ræður Magnús Guðmundsson forstjóri ríkjum. Í flokki stofnana með færri en 20 starfmenn varð sýslumannsembættið á Siglufirði hæst en sýslumannsembættið á Akranesi varð í fjórða sæti.

 

Í flokknum stofnanir á vegum borga og bæja með færri en 50 starfsmenn varð Leikskólinn Garðasel á Akranesi í efsta sæti annað árið í röð, en leikskólastjóri þar er Ingunn Ríkharðsdóttir. Leikskólinn Vallarsel, einnig á Akranesi, varð í öðru sæti en Brynhildur Björg Jónsdóttir er leikskólastjóri þar.

 

Í flokki stofnana á vegum borga og bæja með fleiri en 50 starfsmenn urðu Faxaflóahafnir undir stjórn Gísla Gíslasonar fyrrum bæjarstjóra á Akranesi í fyrsta sæti og Heilbrigðisstofnun Vesturlands í öðru sæti, en Guðjón Brjánsson er forstjóri HVE.

 

Johan Rönning var svo valið Fyrirtæki ársins í hópi stærri fyrirtækja þar sem starfsmenn eru að lágmarki fimmtíu, en það er VR sem stendur að þeirri könnun. Miracle varð efst í hópi fyrirtækja með 20-49 starfsmenn og Vinnuföt efst í hópi fyrirtækja með færri en 20 starfsmenn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is