Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2013 08:01

Félagar í FEBAN snúa sér að púttinu í sumar

Hópur frá Félagi eldri borgara á Akranesi og nágrenni tók þátt í Íslandsmeistaramóti í dansi, sem fram fór í Kópavogi nýverið. Þetta er keppni sem stóð yfir í tvo daga en keppt er í ýmsum dönsum; samkvæmisdönsum, einstaklingsdönsum og fólk á öllum aldri. Tvö félög eldri borgara tóku þátt og kepptu í línudansi fullorðinna, félagið á Akranesi og hópur úr Kópavogi. Að sögn Ingimars Magnússonar formanns FEBAN var gríðarlega skemmtilegt að taka þátt í þessari miklu danshátíð sem Íslansmeistaramótið er. Þátttaka þar eykur möguleika fólks til keppni t.d. á erlendri grundu þar sem alþjóðlegir dómarar dæmdu á því. Setti það ákveðinn standard á mótið.Að sögn Ingimars er vetrarstarfi FEBAN nú lokið. Við tekur útivera, svo sem pútt á Garðavelli tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum klukkan 13-15.

„Ég hvet fólk til að mæta í púttið, ekki er nauðsynlegt að kunna neitt í golfi enda öllum leiðbeint á svæðinu. Þá má geta þess að fólk frá okkur mun taka þátt í Landsmóti 50+ sem fram fer í Vík í Mýrdal 7.-9 júní. Til dæmis verður sveit vaskra briddsspilara og sterkar líkur á að bocciahópur frá okkur mæti líka,“ segir Ingimar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is