Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2013 10:01

Sumarbúðirnar í Ölveri fara brátt að byrja

Starfið í sumarbúðum KFUM og KFUK í Ölveri í Hafnarskógi hefst 7. júní næstkomandi með því að strákaflokkur mætir á svæðið. „Annað árið í röð byrjum við starfið með strákahelgi sem tókst ljómandi vel í fyrra,“ segir Þóra Jenný Benónýsdóttir ritari stjórnar Ölvers, en í sumarbúðunum í Ölveri eru sumarbúðir aðallega fyrir stúlkur á aldrinum 6-15 ára. Fyrsti stúlknaflokkurinn byrjar 10. júní og er það ævintýraflokkur fyrir 10-12 ára stúlkur. Flokkarnir eru aldursskiptir og því ættu allar stúlkur að finna eitthvað við sitt hæfi. Einn flokkurinn heitir til dæmis Krílaflokkur og er fyrir 6-9 ára stúlkur og er sá flokkur fjóra daga í sumarbúðunum.

Sem kunnugt er stendur Ölver á skemmtilegum stað í nágrenni Hafnarfjalls. Þóra Jenný segir hvern dag þar nýtt ævintýri, sambland af ómissandi hefðum, nýjum leikjum og uppákomum. „Í starfinu er unnið með hin góðu gildi Biblíunnar, mikið sungið og boðið upp á hollan og góðan heimalagaðan mat. Dagarnir í Ölveri eru viðburðaríkir og dagskráin fjölbreytt. Daglega er morgunstund og biblíulestur, brennókeppni, aðrar íþróttakeppnir og svo gönguferðir. Þá eru æfð leikrit og sýnd á kvöldvöku og heiti potturinn er alltaf vinsæll. Að kvöldi dags er kvöldvaka þar sem stúlkurnar sjá um dagskrá og eru leikrit og leikir yfirleitt stór hluti hennar. Hver dagur endar svo með því að bænakona, sérstakur leiðtogi hvers herbergis, les og biður með sínum stúlkum,“ segir Þóra Jenný. Þá eru börnin í Ölveri að fást við ýmsar þrautir og keppnir og leikir eru hluti af dagskrá hvers dags, til dæmis hárgreiðslu- og förðunarkeppni. Þá er einnig hæfileikasýning, stultur og húllahringir, hefðbundin leiktæki og óhefðbundin eins og risahengirúmið og báturinn eru líka mikið notaður. Greinilega mjög fjörugt í sumarbúðunum í Ölveri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is