28. maí. 2013 09:01
Myndin Hvalfjörður fékk aukaverðlaun dómnefndar á stuttmyndahátíð á Cannes í Frakklandi um helgina. Aðalverðlaunin hlaut mynd frá Norður-Kóreu og auk Hvalfjarðar hlaut frönsk mynd sérstök verðlaun dómnefndar. Slík verðlaun eru stundum veitt en ekki alltaf. Kvikmyndin Hvalfjörður var gerð eftir handriti og í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar og framleidd af Antoni Mána Svanssyni. „Þetta er náttúrulega risastór viðurkenning fyrir okkur alla sem koma að þessari mynd og mig sem leikstjóra. Þetta opnar margar dyr,“ segir Guðmundur Arnar.