Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2013 11:47

Dagur ferðaþjónustunnar á Vesturlandi er á fimmtudaginn

Ferðamálasamtök Vesturlands í samstarfi við SSV og fleiri aðila í héraði blása til „Dags ferðaþjónustunnar á Vesturlandi,“ sem haldinn verður á Bifröst á morgun, fimmtudaginn 30. maí. Þetta er í annað skiptið sem sömu aðilar tengdir ferðaþjónustunni standa fyrir degi sem þessum á svipuðum árstíma. Dagskráin hefst með aðalfundi Ferðamálastamtaka Vesturlands sem áætlað er að standi milli klukkan 12:30 og 13:30. Í fyrra var dagurinn haldinn á Bifröst á sama tíma og þá í samstarfi við háskólann þar og fleiri og þóttist takast ákaflega vel. Yfirskrift dagskrárinnar að þessu sinni er sérstaða Vesturlands og sem fyrr er málþing fyrirferðarmest í dagskránni. Það hefst klukkan 14 og málþingsstjóri er Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi. Á málþinginu verða allmörg framsöguerindi, þar af ein sjö frá fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja sem kynna sína starfsemi. Að loknu málþinginu verður boðið upp á tónlist og léttar veitingar, þar sem fundarfólki og gestum býðst að smakka á framleiðslu úr héraði, sem kemur frá Beint frá býli.

Ung og vaxandi atvinnugrein

,,Ferðaþjónusta er ung og sívaxandi atvinnugrein á Íslandi og þess vegna er mikilvægt að ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi geri sig sýnilega og reyni að auka markaðshlutdeild sína á þessum vettvangi. Markmiðið með málþinginu á fimmtudag er að kynna þau fjölmörgu verkefni sem frumkvöðlar á svæðinu eru að vinna að,“ sagði málþingsstjórinn Regína í samtali við Skessuhorn. Hún vekur athygli á fyrirlestrum fólks sem hafa mikla reynslu af markaðstarfi, svo sem Dóru Magnúsdóttur fyrrverandi markaðsstjóra Höfuðborgarstofu sem mun kynna ímyndarstarf og markaðssetningu Reykjavíkur gagnvart erlendum ferðamönnum. „Þórir Erlingsson mun fjalla um sérstöðu svæða og hvernig við eigum að fanga athygli í þeirri fjölbreyttu flóru ferðamannastaða sem við erum að keppa við. Við verðum líka með svokallaðar örkynningar og til dæmis mun Magnús Freyr Ólafsson kynna afþreyingu á Akranesi í sumar en Akraneskaupstaður hefur verið að hvetja einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki til að fara af stað með nýja afþreyingu í bænum og veitt til þess styrki,“ segir Regína.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is