Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2013 12:40

Dagur ferðaþjónustu á Vesturlandi 2013

Dagur ferðaþjónustu á Vesturlandi verður haldinn á Bifröst fimmtudaginn 30. maí næstkomandi. Dagurinn er samstarfsverkefni Markaðsstofu Vesturlands, Ferðamálasamtaka Vesturlands, Háskólans á Bifröst, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Menningarráðs Vesturlands. Tilgangur Dags ferðaþjónustu er að skapa vettvang fyrir fólk til að kynna sér hvað er spennandi í boði fyrir ferðamenn jafnt sem heimamenn á Vesturlandi.  Þar verður gestum boðið að upplifa, hlusta, sjá, ræða og smakka það sem verið er að vinna með í ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum  í landshlutanum.Í ár er þessi dagur sérstaklega tileinkaður umræðunni um mörkun og sérstöðu svæðisins Vesturlands (branding). 

 

 

 

Málþingið sjálft verður sett af Hansínu B. Einarsdóttur, formanni Ferðamálasamtaka Vesturlands, klukkan 14:00. Á dagskránni í ár verða mörg áhugaverð og vönduð erindi sem tengjast þema dagsins. Dóra Magnúsdóttir, fyrrverandi markaðsstjóri Höfuðborgarstofu, mun flytja erindi um reynslu Reykjavíkur af uppbyggingu vörumerkis og svæðisbundinni markaðssetningu og ræða mikilvægi þess að hvert svæði móti sér sína sérstöðu. Þórir Erlingsson, Master í hótelstjórnun og ferðamálafræði,mun flytja erindið Hvernig þekkjumst við á hinum villta markaði en þar mun hann tala um sérstöðu og samanburð á milli svæða. Þá mun Brynjar Þór Þorsteinsson, markaðsstjóri Háskólans á Bifröst, mun fjalla um mikilvægi þess að byggja upp gott vörumerki og Rósa B. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands mun flytja erindi um vörumerki og vörur á Vesturlandi. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar, ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu mun síðan fjalla um Ísland sem áfangastað og vörumerki út frá Inspired by Iceland verkefninu.

 

Við þetta tækifæri verða einnig kynntar spennandi nýjungar í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Þar má nefna Edduveröld í Borgarnesi þar sem hinum níu heimum goðafræðinnar eru gerð skil á lifandi hátt, sveitasetrið Vog sem er nýr og glæsilegur gististaður á Fellsströnd í Dalasýslu og heimsóknir í Akranesvita og aðrar nýjungar í afþreyingu á Skaganum. Einnig verður sagt frá ferðum með leiðsögn um undirheima Snæfellsness í Vatnshelli á Snæfellsnesi, hinum goðsagnakennda Hreðavatnsskála sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga og lúxushótelinu Hótel Egilsen í Stykkishólmi þar sem áherslan er á umhverfisvæna aðstöðu og lífrænt ræktað hráefni. Síðast en ekki síst verður sagt frá fjölbreyttri afþreyingu fyrir unga sem aldna að Þórisstöðum í Svínadal.

 

Mörg fyrirtæki munu vera með áhugaverðar vörukynningar samhliða málþinginu og gestum verður boðið að smakka á afurðum úr héraði, en tvö ný fyrirtæki úr Borgarnesi, Ship O Hoj og sveitamarkaðurinn Ljómalind, munu bjóða gestum að smakka á því besta sem þar er í boði. Háskólinn á Bifröst mun einnig verða með kynningu á nýjungum í námi sem tengist rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Að lokum gefst þátttakendum tækifæri til að tilnefna þann aðila sem hlýtur Höfðingjann í ár, en það er viðurkenning sem er veitt þeim sem hefur verið til fyrirmyndar og í fararbroddi í ferðaþjónustu á Vesturlandi.

Málþingsstjóri verður Regína Ásvaldsdóttir sem nýverið tók við bæjarstjórastarfinu á Akranesi.

 

Dagskráin hefst í Háskólanum á Bifröst klukkan 13:00 og henni lýkur með léttum veitingum klukkan 17:00.

Þátttaka í Degi ferðaþjónustu er ókeypis og eru allir velkomnir að Bifröst til að njóta dagsins með okkur. Gott væri að þeir sem ætla sér að mæta láti þó vita af sér í netfangið vilborg@vesturland.is.

Nánari dagskrá er að finna á www.vesturland.is.

 

Fréttatilkynning frá Ferðamálasamtökyn Vesturlands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is