Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2013 05:01

Greinin sjálf taki við kvótanum og úthluti honum

Í nýrri ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk sitja níu nýir ráðherrar. Þar á meðal er Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðherra. Hann segir helstu áherslubreytingu nýrrar ríkisstjórnar í sjávarútvegsmálum verða fyrst og fremst þær að hún vilji viðhalda núverandi kerfi og ná fram víðtækri sátt með samráði við alla aðila greinarinnar og sem flesta utan hennar. „Við erum ekki á móti því að tala við hagsmunaaðila. Öðru nær, við viljum gjarnan hafa þá með okkur. En það eru mjög margir hagsmunaaðilar, ekki bara LÍÚ, eða Landsamband smábátaeigenda, eða Sjómannasambandið, heldur eru það til dæmis sveitarfélögin og margir aðrir. Ég held að stóri munurinn á okkur og fráfarandi ríkisstjórn sé sá að fráfarandi ríkisstjórn hafði á stefnuyfirlýsingu sinni að kollvarpa núverandi kerfi en við viljum viðhalda núverandi kerfi, gera á því þær lagfæringar sem þarf og gera þær í fullkomnu samráði við sem flesta,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars þegar blaðamaður Skessuhorns settist niður með nýjum ráðherra sjávarútvegsmála í liðinni viku á fyrsta starfsdegi hans í embætti.

 

 

 

Dæmigerður landkrabbi

Sigurður Ingi er með embættispróf í dýralækningum frá Konungslega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Þá var hann bóndi í Dalbæ í Hrunamannahreppi til fjölda ára en samhliða bústörfunum var hann sjálfstætt starfandi dýralæknir í uppsveitum Árnessýslu. Af gefnu tilefni þótti blaðamanni því viðeigandi að spyrja Sigurð Inga sömu spurningar og faðir hans spurði tengdason sinn við fyrstu kynni: Hefur þú migið í saltan sjó?

 

„Nei, það er satt best að segja þannig að þegar ég var ungur maður, sérstaklega þegar ég var kominn erlendis í nám, þá sá ég alltaf eftir því að hafa ekki nýtt menntaskólaárin í að fara á sumarvertíð. Ég vissi að þegar ég kæmi heim aftur yrði sá möguleiki ekki ennþá fyrir hendi. Þannig að þess hef ég alla tíð saknað úr lífsreynslubankanum,“ svarar Sigurður Ingi einlægur.

 

Rætt er við Sigurð Inga Jóhannsson, nýbakaðan landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, í Sjómannadagsblaði Skessuhorns 2013 sem kom út með Skessuhorni í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is