Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2013 08:01

Hefur stundað hvalveiðar í fjörutíu og tvö ár

Senn hefjast veiðar á langreyði eftir tveggja ára hlé og á ný lifnar yfir hvalstöðinni í Hvalfirði. Yfir hundrað manns fá vinnu meðan á hvalvertíð stendur. Flestir í landi, bæði í Hvalfirði við hvalskurð og bræðslu, en einnig á Akranesi eða í Hafnarfirði þar sem hvalkjötið verður skorið, snyrt og fryst. Á sjónum eru svo tvær áhafnir við veiðar á hvalbátunum tveimur; Hval 8 og Hval 9. Ólafur F. Ólafsson er skipstjóri á Hval 9 og hann hefur langa reynslu af hvalveiðum og annarri sjómennsku enda stundað sjóinn í hart nær 50 ár. „Ég byrjaði á sjónum árið 1965, þá fjórtán ára og var í fyrstu það sem kallað var hálfdrættingur á síðutogaranum Þorkeli Mána RE-205, sem Bæjarútgerð Reykjavíkur gerði út. Strákar fengu þá gjarnan pláss sem hálfdrættingar sem þýddi að þeir voru upp á hálfan hlut, kannski vegna þess að ekki var hægt að ætlast til mikils af þeim í fyrstu. Margir voru hins vegar fljótir að aðlagast og voru orðnir fullgildir hásetar eftir fáa túra,“ segir Ólafur þegar hann er spurður um upphaf sjómennskuferilsins.

Hann var síðan háseti á Þorkeli Mána til ársins 1968 þegar hann fór yfir á annan síðutogara Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Hallveigu Fróðadóttur.

 

Sjá viðtal við Ólaf F. Ólafsson skipstjóra og hvalafangara á Hval 9 í Sjómannadagsblaði Skessuhorns 2013 sem fylgir með Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is