Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2013 09:01

Við eigum að vera óhrædd við að nýta nýjar tegundir

Sjórinn umhverfis Ísland geymir krökkt dýrategunda sem landsmenn hafa nýtt til matar og vinnslu í aldir. Ótrúlegustu tegundir er hægt að nýta í ýmsum tilgangi, ekki síst til að skapa tekjur fyrir þjóðarbúið og ný störf fyrir fólk á sjó sem og í landi, svo ekki sé minnst á að mæta þörfum neytenda um gjörvallan heim í ýmsu tilliti. Á liðnum árum hafa íslenskar útgerðir staðið fyrir tilraunaveiðum á áður ónýttum tegundum í hafinu kringum Ísland með misjöfnum árangri – í sumum tilvikum góðum árangri. Dæmi um það eru veiðar á sæbjúgum. Bergur Garðarsson, skipstjóri á fjölveiðiskipinu Hannesi Andréssyni SH frá Grundarfirði, er frumkvöðull og sérfræðingur í leit og veiðum á sæbjúgu við Íslandsstrendur. Bergur hefur kembt sævi landsins í leit að sæbjúgum frá árinu 2005 fyrir Reykofninn-Grundarfirði, útgerð sem sérhæfir sig í vinnslu og útflutningi á sæbjúgum. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Bergi á dögunum og ræddi við hann um sæbjúgnaveiðarnar og sitthvað fleira tengt sjósókn hans á liðnum áratugum.

Mysa var aðaldrykkurinn

Bergur á fjölbreyttan feril að baki á sjó og hefur komið víða við. Hann er fæddur og uppalinn Akureyringur og byrjaði á sjó snemma, einungis 15 ára gamall. „Ég þurfti leyfi frá mömmu til að komast á sjó fyrir norðan á sínum tíma en ég fékk pláss á togaranum Harðbak sem var 700 tonna síðutogari. Í þá daga var allt öðruvísi farið við veiðarnar. Alls voru um 17 manns í áhöfn og unnum við fiskinn á dekkinu, klæddir sjóstökkum og bússum. Aðbúnaðurinn var líka allt öðruvísi, við vorum fjórtán í kojum í einum klefa og voru tvær vaktir, sjö á vakt. Þessi reynsla var mikil eldskírn og markaði sjómanninn í mér síðar meir. Kosturinn um borð var misjafn. Geymsluskilyrði fyrir mat var frumstæður og var takmarkað kælikerfi um borð. Mjólkin entist stutt og því var aðaldrykkurinn um borð gamla góða mysan sem geymdist hvað best í þessum aðstæðum,“ greinir Bergur frá en túrarnir á Harðbak tóku um 15-17 daga.

 

Lesa má viðtal við Berg Garðarsson skipstjóra á Hannesi Andrésson SH og frumkvöðul í veiðum á sæbjúgu í Sjómannadagsblaði Skessuhorns 2013 sem fylgir Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is