Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2013 02:40

Pípulagningamenn í Borgarfirði sameinast um stærri verk

Þrjú pípulagninga-

fyrirtæki í Borgarfirði hafa tekið höndum saman og sinna nú stærri verkefnum en þau hafa áður fengist við í sameiginlegu félagi sem fengið hefur nafnið Lagnafélag Borgarfjarðar ehf. Þetta eru pípulagningafyrirtækin Atli pípari ehf. á Hvanneyri í eigu Atla Arnþórssonar, Vatnsverk – Guðjón og Árni ehf. í eigu feðganna Guðjóns Árnasonar og Árna Guðjónssonar í Borgarnesi og loks pípulagningaþjónusta Bergs M. Jónssonar í Eskiholt 2 í gamla Borgarhreppi. Hvatinn að þessu samstarfi eru framkvæmdir við dvalar- og hjúkrunarheimilið Brákarhlíð en sökum umfangs og stærðar verkefnisins þótti ráð að þessir þrír aðilar í héraði snéru bökum saman til að geta sinnt því. „Við erum allir hálfgerðir einyrkjar og höfum verið í samkeppni hvor við annan. Þannig höfum við verið hálfpartinn að kroppa augun úr hvorum öðrum hingað til,“ segir Bergur í léttum tón. „Enginn okkar hefði hins vegar geta tekið að sér að sinna verkefnum í Brákarhlíð einir og því varð úr að fara í samstarf. Annars hefði einhver utan héraðsins fengið verkið,“ bætir hann við.

Í kjölfar samstarfsins gat Lagnafélagið sinnt fleiri verkefnum af þessari stærðargráðu og hefur nú á sinni könnu verkefni í tveimur öðrum framkvæmdum í Borgarnesi, stækkun Hótel Hamars og Landnámsseturs Íslands. „Þó að nóg hafi verið að gera í þessum þremur verkefnum, hefur hver og einn okkar getað sinnt þörfum okkar hefðbundnu viðskiptavina. Vilji er loks hjá okkur öllum að halda áfram samstarfinu í Lagnafélaginu meðan verkefni bjóðast, enda samhljómur um að góð reynsla sé af samstarfinu,“ sagði Bergur að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is